Kennarar fordæma störf lögreglu

og það gerði mig dapra. Meirihluti kennara á þingi KÍ samþykkti ályktun og í henni stóð ,,Fólki á flótta var vísað brott í skjóli nætur á ómannúðlegan hátt en þar á meðal voru nemendur sem sóttir voru af lögreglu og frelsissviptir á heimleið úr skóla." Hér setja kennarar út á störf lögreglu sem vinna samkvæmt lögum og reglum sem um þá er sett. Framfylgja skipun yfirvalds. Kennarar á þinginu vissu ekkert nema það sem fram kom í fjölmiðlum. Kennarar vita að önnur hlið er á málinu sem fréttamiðlar ræða ekki um, enda ekki söluvara.

Kennarar yrðu allt annað en ánægðir ef Landsamband lögreglu myndi álykta um aðgerðarleysi kennara í eineltismálum, vitandi um aðra hlið málsins. Þá sem birtist í fjölmiðlum. Ég yrði allavega ekki ánægð með að önnur stétt myndi álykta gegn mér í starfi. 

Varð verulega vonsvikin með kennara sem ályktuðu gegn lögreglumönnunum. Sem betur fer voru ekki allir sem réttu upp spjaldið sitt til að samþykkja ályktunina sem sett var fram af mikilli tilfinningasemi.


Kennarahúsið...umræður á KÍ þingi

Á þingi KÍ var rætt um gamla Kennarahúsið sem stendur við Landspítalann. Samtökin fluttu úr húsinu og síðan þá hefur rekstrarkostnaður verið 24 milljónir. KÍ stendur straum af þessu. KÍ getur afhent ríkinu húsið og fengið greiðslu. Skil ekkert í af hverju stjórnin hafi ekki gert þetta strax og var ekki ein um það.

Hvað verður um húsið er ekki samtakanna, ríkið á húsið. Hægt að velta vöngum yfir því. Landspítalinn gæti notað lóðina. Húsið gæti farið á Árbæjarsafn og orðið að menntasafni. Hugmyndirnar vantar ekki.

 


Lauslæti í tungumálinu

sagði framhaldsskólakennari um samþykkt KÍ um afkynjun tungumálsins við mig. Sammála þeim kennara og öllum sem eru sama sinnis. Við erum nefnilega ekki bara tveir kennarar, töluverðum fjölda finnst KÍ ganga of langt. Þeir voru því miður ekki á þinginu. Formaður KÍ gekk of langt á þinginu þegar hann sagðist harma aðra skoðun en hann hefur sjálfur á lauslætinu. Hef aldrei vitað til að formenn aðildarsamtaka gangi fram með þeim hætti sem gerðist á þinginu. 

Mér lék forvitni á að vita af hverju félagsmenn KÍ, sem voru á þinginu, hati orðið maður, kven- og karlmaður. Af hverju þarf að breyta öllu þar sem orðið maður kemur fyrir, skil þessa vitleysu ekki. Sjálf mun ég ekki breyta málfari mínu, hvorki í ræðu né riti. Varaformaðurinn var með uppistand í veislunni, vissi ekki hvort hún væri varaforseti eða varaformaður. Hélt hún væri forseti eftir samþykkt ályktunar á þingi KÍ sem beindi tilmælum til forystunnar að hætta kynjaðri orðanotkun. Sem sagt hatur á orðinu maður. En þessi ágæta kona var kosinn varaformaður og er það þar til kjörtímabili hennar lýkur.

Ég skreyti mig með fjöðrum framhaldsskólakennarans, lauslæti í tungumálinu. Mér þykir þetta lýsa vitleysunni best. 

Ég var minnt á að bak við hvern þann sem mótmælir lauslætinu standa tugir að baki, þeir þora ekki eða hafa ekki getu til að tjá sig fyrir framan hóp. Viðbrögð hinna sem samþykkja lauslætið er ástæðan.


Meira um þetta en menn halda

og þörf umræða. Síma á að banna í grunnskólum landsins, ekki flókið hjá mér. Verra þegar framhaldsskólanemendur svívirða kennara sinn með stafrænu ofbeldi. Taka upp myndskeið eða hljóðbút og setja á netið. Taka kennslu úr samhengi. Ásaka kennara um eitthvað sem á ekki við rök að styðjast. Margir sögur framhaldsskólakennara eru ófagrar. Sama í reynd með eldri stig grunnskólans.


mbl.is Kennarar rægðir á lokuðum síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍ þingi lauk

og segja má að það hafi verið friðsælt. Til mín komu kennarar, bæði í veislunni í gærkvöldi og þinginu sjálfu til að þakka mér fyrir orð mín gagnvart kynjaorðræðunni sem allir vilja vera meðvirkir með. Formaður KÍ varð sér til skammar þar og lýsti þröngsýni innan sambandsins í málefnum kynjaköltsins. Túlka orð hans þannig. 

Kennarar sem ræddu við mig sögðust ekki hafa kjark til að ræða þessi mál eftir að Magnús formaður KÍ kom í pontu því hann gaf berlega í ljós hvaða skoðun hann vildi sem formaður. Menn geta varla túlkað það öðruvísi en að víðsýni og ólíkar skoðanir verða ekki liðnar. Sama með hjarðhegðun sem margir kennarar sýna. Synd og skömm að mínu mati. Enda er staðreyndin sú, engin málefnaleg umræða getur farið fram um málaflokkinn á meðan kennarar haga sér svona.

Alls konar ályktanir samþykktar. Koma þarf þeim ýmist á framfæri eða inn til nefnda til að vinna úr.

Heita kartaflan í stéttinni eru þeir kennarar sem eru ranglega sakaðir um kynferðislega áreitni eða snertingu. KÍ hefur látið eins og þetta fólk sé ekki til. Kennarar látnir víkja úr störfum sínum, sendir heim. Þar mega þeir koðna ofan í klofið á sér án afskipta sambandsins, þannig hefur það verið. Hef ekki trú á að formaður KÍ lyfti neinu Grettistaki í þeim efnum. Eins og ég sagði í fyrri færslu hefur álit mitt á honum snarminnkað. 

Margt áhugavert sem kemur fram á svona þingi. 


Formaður KÍ harmar að

félagsmenn hafi aðra skoðun á kynlausu orðunum sem margir vilja taka inn í tungumálið. Hann þóttist í upphafi KÍ þings, sem ég sit, opinn fyrir umræðum og skoðanaskiptum innan samtakana. Allir ættu rétt á að tjá skoðun sína. Síðar kom í ljós, í dag, þegar ég mótmælti ályktun Jafnréttisnefndar um kynlausa umræðu og orðanotkun innan KÍ að hann er ekki eins viljugur að menn segi skoðun sína. Kom í pontu sem formaður og tjáði þingheimi það. Sagðist harma að ég hafi þessa skoðun og það sem ég sagði, hvað þá að segja hana upphátt. Formaður KÍ féll í áliti hjá mér. Álit mitt á honum er komið þangað sem geyma á bíla, í kjallarann. Lít manninn ekki sömu augum. Kjaftaskur!

Kennarastéttin sýnir hjarðhegðun. Sá það enn og aftur á þinginu sem stendur yfir. Á morgun lýkur því. Spjallaði við konu sem á barnabarn sem er trans-barn. Amman var ekki fróðari en svo að hún telur áhrif hormónalyfja afturkræf ef börn hætta við. Benti henni á að ég hafi heyrt viðtal við lækna, séð þætti þar sem rætt er við lækna og þeir á sömu skoðun, áhrifin ekki afturkræf. Miklar aukaverkanir. Hún sagði þetta lygi. Sagði við umrædda ömmu að ég gæti ekki rætt við hana ef hún tryði ekki læknavísindunum. Hún hefur þá trú að barnabarnið sé trans- vissulega, hef ekkert á móti því. Auðvitað er eitt og eitt sem upplifir það. Meirihlutinn snýr aftur að upprunalegu kyni. Staðfesti enn trú mína að margir ákveða að sýna hjarðhegðun án þess að kynna sér málaflokkinn að nokkru viti.


Ættu að byrja hjá sér

og fækka fulltrúum. Gæluverkefni stjórnmálaflokka er augljóst, fjölga fulltrúum í Rvk er merkilegur gjörningur í samhengi við fjárstöðu borgarinnar.

Eins og venja er, og skiptir engu hvaða stjórnmálaafl er við völd, hugsa þeir um sig fyrst og fremst.

Eins og lög gera ráð fyrir þá verða leik- og grunnskólar verst út úr þessu. 


mbl.is Tryggja að ekki verði ofgnótt af starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icelandair klúðrar flugi frá Akureyri

svo um munar. Við erum nokkur á leið suður, þing Kennarasambands Íslands. Ég ásamt öðrum fengum skilaboð, ,, Okkur þykir leitt að tilkynna þér að Icelandair fluginu þínu FI31 með bókunarnúmerið 42GPO4 hefur verið aflýst, og við höfum fært þig á annað flug. Upplýsingar um nýja flugið þitt eru hér..." Gott og vel. Samt komust þrír af þeim fulltrúum, sem ég þekki, með og áttu flug á sama tíma. Það fór flugvél á settum tíma. Sem sagt Icelandair lýgur að mér til að færa mig um flug síðar á deginum.

Deginum ljósara, fluginu var ekki aflýst. Það fengu bara sumir að fara með aðrir ekki. Falleinkunn til flugfélagsins.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband