Lauslæti í tungumálinu

sagði framhaldsskólakennari um samþykkt KÍ um afkynjun tungumálsins við mig. Sammála þeim kennara og öllum sem eru sama sinnis. Við erum nefnilega ekki bara tveir kennarar, töluverðum fjölda finnst KÍ ganga of langt. Þeir voru því miður ekki á þinginu. Formaður KÍ gekk of langt á þinginu þegar hann sagðist harma aðra skoðun en hann hefur sjálfur á lauslætinu. Hef aldrei vitað til að formenn aðildarsamtaka gangi fram með þeim hætti sem gerðist á þinginu. 

Mér lék forvitni á að vita af hverju félagsmenn KÍ, sem voru á þinginu, hati orðið maður, kven- og karlmaður. Af hverju þarf að breyta öllu þar sem orðið maður kemur fyrir, skil þessa vitleysu ekki. Sjálf mun ég ekki breyta málfari mínu, hvorki í ræðu né riti. Varaformaðurinn var með uppistand í veislunni, vissi ekki hvort hún væri varaforseti eða varaformaður. Hélt hún væri forseti eftir samþykkt ályktunar á þingi KÍ sem beindi tilmælum til forystunnar að hætta kynjaðri orðanotkun. Sem sagt hatur á orðinu maður. En þessi ágæta kona var kosinn varaformaður og er það þar til kjörtímabili hennar lýkur.

Ég skreyti mig með fjöðrum framhaldsskólakennarans, lauslæti í tungumálinu. Mér þykir þetta lýsa vitleysunni best. 

Ég var minnt á að bak við hvern þann sem mótmælir lauslætinu standa tugir að baki, þeir þora ekki eða hafa ekki getu til að tjá sig fyrir framan hóp. Viðbrögð hinna sem samþykkja lauslætið er ástæðan.


Meira um þetta en menn halda

og þörf umræða. Síma á að banna í grunnskólum landsins, ekki flókið hjá mér. Verra þegar framhaldsskólanemendur svívirða kennara sinn með stafrænu ofbeldi. Taka upp myndskeið eða hljóðbút og setja á netið. Taka kennslu úr samhengi. Ásaka kennara um eitthvað sem á ekki við rök að styðjast. Margir sögur framhaldsskólakennara eru ófagrar. Sama í reynd með eldri stig grunnskólans.


mbl.is Kennarar rægðir á lokuðum síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband