KÍ þingi lauk

og segja má að það hafi verið friðsælt. Til mín komu kennarar, bæði í veislunni í gærkvöldi og þinginu sjálfu til að þakka mér fyrir orð mín gagnvart kynjaorðræðunni sem allir vilja vera meðvirkir með. Formaður KÍ varð sér til skammar þar og lýsti þröngsýni innan sambandsins í málefnum kynjaköltsins. Túlka orð hans þannig. 

Kennarar sem ræddu við mig sögðust ekki hafa kjark til að ræða þessi mál eftir að Magnús formaður KÍ kom í pontu því hann gaf berlega í ljós hvaða skoðun hann vildi sem formaður. Menn geta varla túlkað það öðruvísi en að víðsýni og ólíkar skoðanir verða ekki liðnar. Sama með hjarðhegðun sem margir kennarar sýna. Synd og skömm að mínu mati. Enda er staðreyndin sú, engin málefnaleg umræða getur farið fram um málaflokkinn á meðan kennarar haga sér svona.

Alls konar ályktanir samþykktar. Koma þarf þeim ýmist á framfæri eða inn til nefnda til að vinna úr.

Heita kartaflan í stéttinni eru þeir kennarar sem eru ranglega sakaðir um kynferðislega áreitni eða snertingu. KÍ hefur látið eins og þetta fólk sé ekki til. Kennarar látnir víkja úr störfum sínum, sendir heim. Þar mega þeir koðna ofan í klofið á sér án afskipta sambandsins, þannig hefur það verið. Hef ekki trú á að formaður KÍ lyfti neinu Grettistaki í þeim efnum. Eins og ég sagði í fyrri færslu hefur álit mitt á honum snarminnkað. 

Margt áhugavert sem kemur fram á svona þingi. 


Bloggfærslur 4. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband