Daníel framkvæmdastjóri Samtaka 78

misnotaði aðstöðu sína sem þingmaður í þingsal. Hann skilgreinir félag homma og lesbía haturssamtök og forseti þingsins greip ekki inn í. Daníel setur þingsköp niður og sjálfan sig enn meira. Transfólk notar þetta gjarnan gegn fólki sem er ekki sammála því og Daníel og Samtökin 78 virðast engin undantekning. Samtökin 22 sendu inn kvörtun til þingforseta.

Siðnefnd á að áminna manninn og Vg að kippa honum út af þingi. Svona framkoma er ólíðandi.

 

Reykjavík þann 16. nóvember 2022

,,Með erindi þessu er borin fram umkvörtun vegna óviðeigandi ummæla þingmannsins Daníels E.

Arnarssonar, sem látin voru falla í þingsal 15. nóvember sl.

Ummælin voru þessi:

,,Haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til og samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull. Samtök tengd þeim samtökum sem um ræðir eru á lista erlendis yfir opinber haturssamtök og deila þar sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Ég hvet allt þingfólk til að mótmæla þessu hatri og gagnrýna upplýsingaóreiðuna alla."

Ofangreind ummæli voru látin falla í ræðustól Alþingis. Þar var því haldið fram að Samtökin 22 –hagsmunasamtök samkynhneigðra, og önnur samtök sem sendu inn umsagnir við 45. mál, þingskjal 45 séu „haturssamtök“ og að við vinnum ekki af heilindum. Þetta er rangt. Við viljum benda á vanhæfi þingmannsins þar sem hann er eini launaði starfsmaður Samtakanna 78 í fullu starfi og hefur ekki tekið það fram í hagsmunaskrá.

Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs. Daníel hefur verið margoft boðið í viðræður við undirritaðan. Nú síðast bauðst hlaðvarpsstjórnandi til að gefa okkur vettvang til að hlýða á hvorn annan og skiptast á skoðunum um þá vegferð sem Samtökin 78 hafa verið á, undir hans forystu.

Tilvitnuð ummæli gjaldfella bæði þingmanninn og Alþingi Íslendinga. Það hlýtur að teljast misnotkun á aðstöðu þegar vanhæfir þingmenn nýta sér ræðustól Alþingis til að ráðast að og kasta rýrð á umsagnaraðila við frumvarp sem er í meðförum þingsins.

Við skorum á siðanefnd Alþingis að taka þessa háttsemi til viðeigandi meðferðar og úrlausnar. Þess er krafist að þingmaðurinn dragi ummæli sín til baka og biðji félagið okkar afsökunar á opinberum vettvangi.

Með vinsemd og virðingu

Eldur Ísidór

talsmaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra"


Bloggfærslur 17. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband