Kennarar fordæma störf lögreglu

og það gerði mig dapra. Meirihluti kennara á þingi KÍ samþykkti ályktun og í henni stóð ,,Fólki á flótta var vísað brott í skjóli nætur á ómannúðlegan hátt en þar á meðal voru nemendur sem sóttir voru af lögreglu og frelsissviptir á heimleið úr skóla." Hér setja kennarar út á störf lögreglu sem vinna samkvæmt lögum og reglum sem um þá er sett. Framfylgja skipun yfirvalds. Kennarar á þinginu vissu ekkert nema það sem fram kom í fjölmiðlum. Kennarar vita að önnur hlið er á málinu sem fréttamiðlar ræða ekki um, enda ekki söluvara.

Kennarar yrðu allt annað en ánægðir ef Landsamband lögreglu myndi álykta um aðgerðarleysi kennara í eineltismálum, vitandi um aðra hlið málsins. Þá sem birtist í fjölmiðlum. Ég yrði allavega ekki ánægð með að önnur stétt myndi álykta gegn mér í starfi. 

Varð verulega vonsvikin með kennara sem ályktuðu gegn lögreglumönnunum. Sem betur fer voru ekki allir sem réttu upp spjaldið sitt til að samþykkja ályktunina sem sett var fram af mikilli tilfinningasemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Flott sagt hjá þér og tek undir allt saman.

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.11.2022 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband