Afmá mörk starfa

Ekki er þetta vandamál nýtt af nálinni og heldur ekki staðbundið hér á landi. Á norðurlöndunum er eiga þeir við sama vandamál að etja. Ungt fólk er ekki inn á þeirri línu að starfa innan heilbrigðisgeirans þó svo að allir vilja nýta þjónustu þessara aðila. Sama er að segja um nýliðun meðal sjúkraliða, þar er kannski ívið stærra vandamál. Nýliðun er nánast engin og margir sjúkraliðar mennta sig til annarra starfa.

Samfélagið í dag býður fólki uppá að mennta sig í fleiri en eina starfsgrein og það eru margir sem gera það. Það má velta þeirri spurning upp hvort ekki sé orðið tímabært að afmá að hluta til þau skil sem er á milli stétta sem starfa innan heilbrigðisgeirans, flytja störf til og meta þá færni sem einstaklingur hefur aflað sér í gegnum starf og reynslu. Ég er sannfærð um að hjúkrunarfræðingar geti sinnt eitthvað af störfum lækna og sjúkraliðar eitthvað að störfum hjúkrunarfræðinga, jafna álag og ábyrgð.

Nú þegar frumvarp um framhaldsskólann liggur fyrir þinginu er lag að skoða og endurmeta menntun sjúkraliða, hvort ekki megi breyta menntun þeirra þannig að starf og starfssvið aukist í takt við vöntun hjúkrunarfræðinga án þess að lengja námið, breyting á námsskrá.

 


mbl.is Óveruleg fjölgun hjúkrunarfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband