Konur geta fætt börn- stúlkur og drengi. Það er ekki eitthvað sem við köllum þau

skrifar Lasse Bak Sørensen rithöfundur í danskri grein árið 2023. Ákvað að þýða brot úr henni. Hér er krækja á greinina. Feitletrun er mín.

Það er framför að fleiri taki sig til og hafni rasisma og kynjamisrétti, en þessi nýi meirihluti á ekki að nota vald sitt til að þvinga minnihlutann í að tjá sig ekki. Óþol á ekki að mæta með óþoli.

Mannveran hefur líffræðilegar og félagslegar þarfir og tilfinningar lætur þær ekki hverfa. Gefum ágreiningi svigrúm.

Merkilegt, segir Lasse, eftir að mannfólkið hefur gefið náttúrunni fingurinn byrjum við efumst um okkar eigin tilverurétt.

Við drekkjum höfnum með plasti og drasli. Við eyðileggjum lífsmöguleika okkar og aðra við að nota jarðefnaeldsneyti. Við ryðjum regnskóga.

Ég undrast að stjórnmálahreyfing sem gefur sig út fyrir að hugsa um hvort annað og jörðina missir vitið þegar kemur að spurningum um líffræðilegt kyn, kynvitund og kynama barna og ungmenna.

Verið er að eyðileggja sýn okkar á náttúruna með krossferð gegn okkar eigin eðli- líffræði mannskynsins og félagsveru okkar.

Nei, líffræðilegir karlmenn geta ekki fætt börn

,,Sko, það eru karlmenn sem geta fætt börn” sagði Pernille Skipper úr ræðustól Alþingis í nóvember 2021. Staðhæfing sem fer gegn öllu sem við þekkjum, rétt eins og hún myndi staðhæfa að jörðin væri flöt. Það sem hún átti við er að konur sem upplifa sig sem karlmann og lagalega viðurkenndar sem slíkar geta eignast barn. Það er rétt.

Vandinn er bara sá, að konur sem upplifa sig sem karlmann eru ekki líffræðilegir karlmenn.

Lasse veltir upp hvort stjórnmálaflokkar í Danaveldi reyni að halda uppi vísindalegum metnaði í pólitískum greiningum og yfirlýsingum eða hvort þeir séu hlynntir óhóflegri huglægni svo lengi sem hún er vinsæl eða nógu öflug?

Þorið þið, um leið og þið eruð á móti hvers konar kúgun og ofsóknum á trans-fólk, að halda fram að það séu líffræðilegar staðreyndir um kyn og æxlun manna sem láta ekki stjórnast af tilfinningum?

Orð Pernille Skippers var ekki þannig meint, en staðreyndin er sú að það er móðgun við allar konur að halda fram að karlmaður geti fætt barn.

Það geta karlmenn ekki. Karlmenn hafa sæði og það er ekki svo slæmt því það ákveður kyn barnsins. Ef kynlitninginn X blandast eggfrumu verður barnið stúlka. Ef sáðfruman hefur Y litningi verður barnið drengur.

Eftir getnað sjá konur um afganginn. Ganga með barnið í um 40 vikur. Það eru konur sem fæða börnin og það eru líka þær sem geta framleitt brjóstamjólk sem gerir það að verkum að barnið hefur möguleika á góðri næringu á fyrstu vikum ævi sinnar. Svo einfalt (og kannski krefjandi) er þetta fyrir mæður mannkynsins.

Þessi stutti pistill um æxlun mannsins er ekki til þess fallin að flokka konur í útungunarvélar eða körlum í sæðisgjafa.

Pernille Skipper á að draga orð sín til baka.

Rangar yfirlýsingar stjórnmálamanna hafa tilhneigingu til að lifa og ef þær eru ekki dregnar til baka helst mjög fljótt skapar það vandræði og glundroða.

Hjá stjórnmálaflokkum hefur orðið kona verið á reikni. Kona er fullorðin mannvera af kvenkyni sem hefur þann einstaka hæfileika til að bera, fæða og fóðra mannveru.

Mega konur vera ósáttar við að afklæðast í sama rými og líffræðilegur karl? Finnst ykkur í lagi að ásaka konur sem óska ekki eftir að hitta einstakling með typpi í búningsklefanum fyrir að vera trans-fóbískur, afturhaldssamur, slæma manneskju eða útiloka hana? Á að útiloka Harry Potter bækurnar sem J.K. Rowlings rithöfundur skrifaði því hún telur að orðið kona sé betra orð en ,,einstaklingur sem er á blæðingum?"

Verið er að útiloka stjórnmálamannin Ulf Harbo frá Enheldslistanum því hann hefur gerst sekur um að halda fram að kynin séu tvö- konur og karlmenn, og að líffræðilegir karlar sem upplifa sig sem konur eigi ekki að nota rými kvenna og ekki vera í keppnisíþróttum kvenna vegna aflsmundar kynjanna (bloggari, hóst, hóst, hóst).

En ein aðalástæða þess að henda eigi Ulf út úr flokknum er sýn hans á kynskipti meðferðum á börnum og ungmennum með kynama (líða ekki vel í eigin skinni).

Á meðan læknaheimurinn hefur breytt skoðun sinni og aðgerðum heldur Enhedslisten ásamt öðrum stjórnmálaflokkum fast í að yngri börn, stúlkur og drengir, með kynama geti enn valið hvort þau stoppi kynþroskann með stopp hormónum og skipta um kyn með kross hormónum og skurðaðgerðum.

Ulf Harbo hefur án árangurs reynt að fá stjórnmálaflokinn til að hlusta á alvarlegar aðvaranir lækna um læknisfræðilegu inngripin og afleiðingarnar sem þau hafa.

Svíar tóu U-beygju í meðhöndlun af kynama haustið 2019. Tilvísanir um kynskiptimeðferðir féll um 65% á stuttum tíma.


Bloggfærslur 9. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband