Siðfærði og siðareglur lækna

Umræður um dánaraðstoð eru í samfélaginu. Umdeilt málefni. Formaður læknafélagsins segir slíka aðstoð fara gegn siðareglum lækna. Gott og vel, sjónarmið út af fyrir sig.

Þessi orð formanns læknafélagsins urðu til hugleiðinga. Hvað með verk lækna sem miða að því að gera heilbrigð börn að sjúklingum ævilangt? Hvað með verk lækna að afnema brjóst ungra heilbrigðra stúlkna vegna andlegra veikinda? Hvað með þátttöku lækna í aðför að foreldum sem vilja ekki þiggja slíka meðferð á barni sem líður illa í eigin skinni?

Ætli læknar að nota siðareglur og siðferði lækna til að hafna dánaraðstoð við sannarlega fársjúkt fólk ættu þeir að vera samkvæmir sjálfum sér. Oft er þetta sjúklingar sem hafa lifað með illvígan sjúkdóma í áratugi og vill að baráttunni ljúki. Börn og unglingar sem líður illa í eigin skinni eiga allt lífið fram undan. Þau eru ósátt með líkamann í mjög stuttan tíma miðað við lífsævina. Þau hafa ekki þroska til að taka þessar ákvarðanir, að verða sjúklingur til æviloka, verða ófrjó, vera háð lyfjum og andlegu veikindin hverfa ekki. Þetta eru tilraunameðferðir á börnum og unglingum.

Siðferði þarf að gilda um alla starfsemi lækna ekki bara suma.

Siðferði blaðamanna þarf líka að gilda þegar rætt er um ólíkar hliðar mála. Dánaraðstoð og tilraunameðferðir barna eru umdeild málefni í samfélaginu. Skóinn kreppir heldur betur þegar tilraunameðferðirnar eru ræddar. Þá þegja blaðamenn!


Bloggfærslur 15. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband