Af fósturvísum sem urðu börn

Það gengur ekki jafn vel fyrir allar konur að verða ófrískar. Þá er gripið til tækninnar. Við erum svo tæknivædd að hægt er að búa til fósturvísa á tilraunastofu og setja upp hjá konu. Margir leita þessarar leiða til að eignast barn. Stundum tekst það, stundum ekki.

Þeir sem bjóða upp á þessa meðferð búa oft til fleiri fósturvísa en á að nota. Frysta fósturvísana. Síðan er þeim sem ekki eru notaðir fleygt, siðferðilega skylda og í samráði við foreldra. Er það alltaf svo!

Nú hafa hjónin Gunnar og Hlédís stigið fram og segja farir sínar ekki sléttar. Þau fengu að vita í gegnum gagnaleka að fósturvísar þeirra hafi verið notaðir til að setja upp hjá öðrum konum. Þau segja sjálf frá málinu.

Gunnar og Hlédís voru grunlaus. Það var ekki fyrr en þessari óhugnanlegu frétt var laumað að Gunnari á förnum vegi að þau vissu um málið. Einhver sem vissi meira en þau sagði frá. Þetta varð upphafið af þrautargöngu hjónanna til að fá úr því skorið hvort umrædd börn séu þeirra. Að fósturvísum þeirra hafi verið stolið af læknastofunni. Að læknir hafi stolið ,,fóstrum“ þeirra og látið öðrum þá í té.

Vissulega eftirtektarvert að enginn vill hjálpa þeim að finna út úr málinu. Þau vilja taka af allan vafa, fara veg sannleikans. Gunnar og Hlédís segja líka að þau sé undir það búin að þetta eigi ekki við rök að styðjast. Til að skera úr um það þarf erfðafræðilega rannsókn.

Gunnar og Hlédís hafa beðið öll viðeigandi yfirvöld um aðstoð. Þeim er mætt með tómlæti. Af hverju? Er eitthvað til í lekanum? Í stað þess að einhenda sér í að fá málið á hreint þá rekast hjónin á vegg hvað eftir annað. Búið er að króa hjónin út í horn með afskiptaleysi og nú hafa þau nafngreint þessa foreldra sem fengu stolna fósturvísa. Þau hafa beðið þessa foreldra að sýna fram á að börnin séu þeirra, ekkert gerist. Er það ekki hagur barnanna og foreldranna að fá botn í þetta mál hverra þá?

Getur nokkurt foreldri með góðri samvisku tekið við stolnum fósturvísum? Höfðu foreldrarnir vitneskju um stolna fósturvísa? Var það bara læknirinn sem er meintur brotamaður? Hvað er í gangi sem má ekki líta dagsins ljós?

,,Fyrir hverja góða ástæðu til að ljúga- er ein betri til að segja sannleikann“ – Bo Benett.


Bloggfærslur 27. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband