Skólinn getur orðið vígvöllur um kynjapólitík

Fyrir tveimur árum setti þáverandi menntamálaráðherra Dana Pernille Rosenkrantz-Theil (S) saman hóp fræðimanna til að fjalla um mikilvægi kyns, náms og þróun í dagvistunartilboði, grunn- og framhaldsskólamenntun. Nú er hópurinn tilbúinn með 21 tillögu um hvernig strákarnir eiga að ná stelpunum segir Kåre Fog.

Meðal annars má sjá þessar tillögur:

-Að ákvæði um grunnskóla verði breytt þannig að sett verði inn að skólinn vinni gegn staðalímyndum.

-Kynjasjónarmið þarf að fletta inn í kennaranámið.

- Uppeldismenntað fólk, kennarar, eigi að stuðla að jafnrétti og vinna gegn staðalímyndun kynjanna.

-Íþróttakennarar sem hluti af kennarahópnum eiga að fá kennslu um hvernig stuðla eigi að jafnrétti og draga úr óviðeigandi merkingu kyns.

-það þarf fleiri karlmenn til að sinna börnum í dagvistunarúrræðum, á leikskóla.

Í sambandi við þessa skýrslu tók Berlingske viðtal við núverandi menntamálaráðherra, Mattias Tefaye; hann á í erfiðleikum með að benda á nokkurt nothæft nema eitt. Hann segir ,,takk fyrir vinnuna, sendi þetta til þingsins og leggur tillögurnar í opna umræðu.“

Eru tillögurnar eitthvað sem þú átti von á?

,,Þetta var fjölmennur hópur og það lítur út fyrir að menn hafi átt erfitt með að ná niðurstöðu um mál sem eru sterkar skoðanir um.“

Ráðherrann bendir á að hann sé sammála hópnum að það mættu gjarnan koma fleiri karlmenn í dagvistunarúrræðin, leikskólana.

En hvað með tillöguna um að setja í lög að vinna eigi gegn staðaímyndum?

,,Ég hef engin áform um það. Ég myndi líka segja að það eru mjög sterkar skoðanir þegar kynja- og sjálfsmyndarpólitík er rædd og mér finnst mikilvægt að opinberir skólar séu ekki gerðir að vettvangi fyrir þessa umræðu."

Hann bendir líka á samkomulagið sem meirihlutinn hefur samþykkt til að breyta grunnskólanum. ,,Við höfum tekið mjög alvarlega á vanda strákanna með því að hefja iðnnám fyrr og að kynna fleiri hagnýtar valgreinar," segir hann.

Kåre Fog, líffræðingur hefur skrifað mikið um kynin og kynjamun. Hann hefur líka látið til sín taka þegar nám drengja er annars vegar.

Hann segir sína skoðun:

Hluti af faghópnum leggur til að við gerum vont verra.

Að maður vinni gegn kynjaímyndun þýðir í raun að maður má ekki halda fram að drengir séu öðruvísi en stúlkur frá náttúrunnar hendi. Ástæðan fyrir að drengir dragast verulega aftur úr stúlkum í skólakerfinu í dag er að þeir neita að viðurkenna að drengir hafi annað hugarfar og þarfir en stúlkur.

Leik- og grunnskólar eru fullir af kvenkennurum og það hvíslast úr kennaraliðinu, þannig að þeir karlar sem eiga erfitt með að aðlagast ákveðnum kvenlegum hugsunarhætti hverfa.

Ef ætlunin er að ,,berjast gegn staðalímyndum kynjanna" þýðir það að konur munu hafa enn meira vald til að skilgreina hugsunarhátt karla sem er byggður á staðalímyndum á meðan hugsunarháttur kvennanna sjálfra, sem virðist eðlilegur, er sá eini rétti. 

Sú staðreynd að ,,kynjasjónarmið verða að koma inn í kennaranámið" þýðir í raun að kennaranemar eru heilaþvegnir til að tileinka sér ákveðna hugmynd um kyn þar sem tiltekin hegðun drengja er ekki viðurkennd.

Hið sama má segja um eftirfarandi tvær af þeim tillögum sem nefndar voru.

Verði þessum tillögum hrint í framkvæmd mun það auka vanda drengja í skólanum enn meiri en hann er nú þegar.

Það er gott að lesa að Mattias Tesfaye er nógu glöggur til að styðja ekki þessar tillögur. Hann styður þó tillögu um að hafa fleiri karlkyns kennara, líka í leikskólum. Hins vegar sé ég vandann við að karlar sem vinna á vinnustöðum þar sem konur eru ráðandi, þeir munu eiga erfitt og ekki birtast sem skýrar karlkyns fyrirmyndir.


Bloggfærslur 13. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband