Persónufrádráttur

Það er hreint með ólíkindum að  forystumenn þjóðarinnar skuli ekki gæta þess að persónufrádráttur rýrni ekki eins og Harpa Njálsdóttir er að benda á og fleiri hafa gert í gegnum tíðina. Það kemur þeim lægst launuðu hvað best. Barnabætur hafa líka dregist aftur úr og hvernig ætli slík keðjuverkun endi, varla erfitt að spá um það.

Ráðherra félagsmála hefur verið stóryrt um kjör umræddra hópa og verður fróðlegt að sjá hvort og þá hvernig henni tekst að taka á málinu í ríkisstjórn. EF ekki nú hvenær lætur hún til skara skríða, það þýðir ekki endalaust að tala í pontu á Alþingi og fyrir kosningar, láta verkin tala það skiptir lýðinn máli.

ASÍ hefur gert kröfu um 3 % fyrir alla, sá sem þénar 500 þús fær því 15.000 kall, 300 þús. launamaðurinn 9000 krónur og 150. þús. gefa launamanni 4500 krónur. Síðan á að fara í séraðgerðir fyrir þá sem hafa enn lægri laun. Á hvern hátt getur ASÍ snúið dæminu við þannig að sá sem minnstu launin hefur fengi 15.000 krónur og 500 þús. launamaðurinn 4500 krónurnar.

Það hlýtur að vera markmið verkalýðsfélaga að minnka launabil ekki auka. Skyldi ekki vera hægt að snúa píramídanum við þegar útreikningar hafa farið fram, 500 þús launamaðurinn fær 4500 kr og 150 þús. launamaðurinn fær 15.000 krónur.


mbl.is Skattbyrði þeirra tekjulægstu meiri en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er augljóst að það þarf miklar breytingar, nú þarf fólkið í landinu að fara sýna hörku á móti, þetta gengur ekki lengur.

Ríkið hefur stofnað svo margar nefndir og stofnanir að við skattgreiðendur höfum ekki efni á að halda þessu ríkisdæmi uppi.  

Stefán (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband