Gott mál

Ekki veitir af að allir leggist á eitt og komi í veg fyrir slíkar myndir á vefsíðum. Sagt var frá því í dönskum þætti í kvöld að Tryg sem er tryggingarfélag í Danaveldi hafi keypt búnað sem getur skoðað myndir sem starfsmenn eru að skoða í tölvunum sem eru í eigu félagsins. Tölvurnar skoða líka þá diska sem starfsmenn koma með heiman frá sér. Síðan getur tölvan samsamað sig við tölvubúnað sænsku lögreglunnar og þannig fundið út hvort um barnaklám er að ræða. Sænskur lögreglumaður sagði fjöldann af slíkum myndum óheyrilegan.

Ákvörðun tryggingarfélagsins var tekin vegna reynslu af slíku máli og sér ekki eftir kostaði, því kaup á svona forriti er víst fokdýrt. Forstjórinn sagði það ekki einungis í verkahring lögreglu að sporna við barnaklámi heldur ættu allir að leggjast á eitt við að uppræta slíkt.


mbl.is Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, þetta er sko alls ekki gott mál ef þú veltir því aðeins fyrir þér að þarna er í raun verið að tala um hreina og klára ritskoðun á landsvísu! Hver á að fá vald til að ákveða hvaða efni nákvæmlega skal sía út og hvað ekki? Hvern (eða hverja) eigum við að biðja um að taka að sér að skoða allt þetta gríðarlega magn af efni sem á netinu er og vinsa úr hvað er klám og hvað ekki, löglegt og hvað ekki o.s.frv.? Og hvernig á að hafa eftirlit með því hvort efni sem er síað út sé raunverulega skaðlegt? Hvernig á að koma í veg fyrir að sakleysislegt efni lendi í síunni, eða því sem verra væri að mikilvægar upplýsingar kæmust jafnvel ekki framhjá henni!? Nei, allt svona tal býður bara hættunni heim, hvað gerist t.d. þegar (ekki ef!) einhverjum spilltum stjórnmálamanni dettur í hug að sjá til þess að "réttu aðilarnir" verði ráðnir í þá deild eða stofnun sem sér um síuna? Annað eins hefur nú áður gerst, og þá væri viðkomandi kominn með effektívt ritskoðunarvald yfir sterkasta fjölmiðlinum! Ég held að í þessari umræðu gleymi fólk sér gjarnan í tilfinningasemi og átti sig ekki á því hversu áhættusamt það er að gefa einhverjum leyfi til að reisa stíflur fyrir frjálst flæði upplýsinga. Afleiðingarnar geta hæglega orðið mun verri en það sem til stendur að vernda, og skiptir þá engu þó í upphafi sé það af góðum hug gert. Möguleikarnir á misnotkun (í víðtækum skilningi!) eru nánast takmarkalausir, og lögreglumenn eru bara fólk eins og við hin.

Að sjálfsögðu eru glæpir gegn börnum óhugnanlegir, enn óhugnanlegra þó er að þeir séu notaðir til að réttlæta jafn skaðlegan hlut og ritskoðun getur verið. Nú vill svo til að við lifum á óhugnanlegum tímum þar sem málfrelsi á undir högg að sækja, jafnvel í hinum vestræna heimi þar sem eftirlit og "upplýsingastjórnun" af hálfu yfirvalda færist í aukana, og þeir hafa jafnframt sumir tekið sér vald til að senda hvern sem er bundinn og keflaðan í fangabúðir hinumegin á hnettinum án þess að til hans spyrjist framar. Hvað svo ef þeir taka sér næst valdið yfir því hvað má skrifa og senda, þeir eru nú þegar hvort eð er að "hlusta" á eða lesa bróðurpartinn af því! Þá yrði orðið ansi stutt eftir í að stjórna því hvað má hugsa og hvað ekki, og það óhugnanlegasta er að tæknin til þess er til staðar nú þegar! Það er líka gjörsamlega óraunhæft að búast við einhverjum raunverulegum árangri af svona síum, alveg eins og "fíkniefnalaust Ísland árið 2000" var ekkert meira en snotur draumsýn þá er þetta bara enn ein sóunin á fé skattborgara. Það hafa dæmin sannað rétt eins og t.d. afritunarvarnir á tónlist og kvikmyndum sem hafa fyrst og fremst skilað þeim árangri að auka kostnað framleiðendanna en bæta kunnáttu þeirra sem brjóta upp slíkar varnir (trúðu mér, ég tala af þekkingu!). Versta dæmið er samt þegar Ástralska ríkisstjórnin lét setja upp síu á borð við þá sem hér er fjallað um, og kostaði til verksins litlum $84 milljörðum! Það tók hinsvegar táningspilt nokkurn aðeins hálftíma eða svo að komast framhjá henni þannig að hægt væri að skoða hvað sem er. Mig minnir meira að segja að hann hafi gert þetta á tölvu í skólanum sínum! Að lokum þá er hvergi í heiminu "síað" meira af netumferð en í Kína, en eins og allir vita eru aðstæður barna til fyrirmyndar þar í landi (eða þannig sko...)...  þeir sem vilja láta sía hjá sér ættu kannski bara að flytja þangað með sín börn. Jafnvel þó við gefum okkur að allt barnaklám væri síað burt af netinu þá myndi það, jú koma í veg fyrir að hægt væri að nota internetið til að svala slíkum fýsnum, en myndi það koma í veg fyrir barnaníðslu yfir höfuð? Nei alls ekki! Nú veit ég ekki hvort þú ert nógu gömul til að muna eftir því þegar það var alls ekkert internet, en í þá daga þekktust slíkir glæpir engu að síður. Það er ekki internetið sem er vandamálið enda er það út af fyrir sig ekki ofbeldisverkfæri frekar en t.d. skófla eða blómavasi.

P.S. ég er sjálfur faðir þriggja ungra barna, og vil að sjálfsögðu að spornað sé við glæpum gegn börnum. Ég tel að hér séu hinsvegar stærri hagsmunir í húfi og síst minni hætta á ferð ef við gætum ekki að okkur. Mér þykir umræðan komin á slæmar villigötur ef fólk heldur að ritskoðun af hálfu stjórnvalda geti undir nokkrum kringumstæðum verið af hinu góða. Það verður heldur ekki komið í veg fyrir glæpi gegn börnum með því einu að sía út myndir af þeim, þá er bara verið að loka augunum fyrir vandamálinu. Auk þess held ég að stafi talsvert meiri ógn af þeim sem taka slíkar myndir en þeim sem skoða þær, myndirnar eru ekki það versta heldur verknaðirnir sem þær skjalfesta. 

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 01:27

2 Smámynd: Kristján Gunnar Guðmundsson

Ef það kom upp barnaklámsmál hjá þeim í þessu tryggingarfélagi þá er það augljóst fyrirtækjapólitík að kaupa sér eitthversskonar friðþægingu, sem er alltog sumt sem þetta er ef ekki fyrir málið þá hefðu þeir aldrei fjárfest í þessum starfsmannaeftirlits búnaði.

 Ekki myndi ég vilja vinna hjá þeim, yfirmaðurinn að hnísast í emailinn hjá manni og ekkert prívacy, er ekkert traust lagt í að fólk tilkynni um svona lagað?

 Hvernig var fyrra málið eiginlega upplýst ef enginn var búnaðurinn þar þá? þetta er bara sorglegt skref í átt að ritskoðun á netinu, því hvað veit maður hvað þóknast ekki stjórnvöldum á morgun, kannski eitthver ræða eftir Castró, kannski blogg hjá almenningi í Írak, kannski þetta kannski hitt, hve langt á svoleiðis forræðishyggja að fá að ganga?

 Ég segi allavegana ég varaði fólk við.

Kristján Gunnar Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband