Tvær tennur úr- skaðbótaskyld

Einhverra hluta vegna finnst mönnum þetta ofbeldi, einelti, ekki nóg til að gera það refsivert. Ef unglingur slær tvær til þrjár tennur úr öðrum er kostnaður hiklaust sóttur til foreldra geranda og jafnvel kært. Sama um önnur líkamleg meiðsli. Nú hafa fallið dómar í meiðyrðamálum, þar sem fólk lætur ýmislegt út úr sér á samfélagsmiðlum. Á dögunum var Elías Halldór Ágústson starfsmaður HÍ dæmdur. Undanfarna mánuði hefur dreifing óviðeigandi mynda meðal unglinga og ungmenna minkað til muna í Danmörku. Ástæðan er að yfirvöld sóttu um 1000 ungmenni til saka fyrir að birta myndir, afleiðing af gjörðum þeirra, víti til varnaðar fyrir aðra unglinga og ungmenni. Þessi sakfelling kemur inn á sakarskrá og hefur því afleiðingar fyrir gerendur.

Hér má lesa góða grein um einelti sem skrifuð var á Visi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband