Segir Halldóra Mogensen ekki af sér

Miðað við djöflaganginn í þingmanninum og ásakanir í garð Braga hlýtur Halldóra Mogensen að segja af sér. Hún sýndi það og sannaði í þessu máli gegn Braga að hún er óhæf til starfans og axlar væntanlega sömu ábyrgð og hún vildi að aðrir gerðu í tilhæfislausum málatilbúningi gegn manninum.


mbl.is Fór ekki út fyrir verksvið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér þykir þú vera bjartsýn.  Hvenær hafa þessir "riddarar réttlætisins", sem kalla sig Pírata, axlað ábyrgð á nokkru sem þeir hafa bullað eða neinni vitleysu sem þeir hafa staðið fyrir?????????

Jóhann Elíasson, 26.9.2018 kl. 21:21

2 identicon

Skiptir það einhverju máli hvaða skoðun Vel­ferðarráðuneytið hefur? Skoðun Vel­ferðarráðuneytisins hrekur ekki ásakanirnar.

Vagn (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 02:49

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lastu fréttina Vagn?

Halldóra hlýtur nú að tjá sig um málið, annað væri undarlegt. Ef er hún þér samsinnis og telur þessa rannsókn ráðuneytisins einhvern hvítþvott, á hún einungis einn kost, að kæra rannsóknina til saksóknara.

Að öðrum kosti verður hún að segja af sér þingmennsku. Velji hún hins vegar að þegja um þessa niðurstöðu, hefur hún viðurkennt að hún hafi farið offari í málinu. Það leiðir enn frekar til afsagnar hennar sem þingmanns.

Gunnar Heiðarsson, 27.9.2018 kl. 08:30

4 identicon

Ég tel nokkuð víst að "Þing­flokk­ur Pírata tel­ur að vel­ferðarráðuneytið sé ekki rétt­ur aðili til þess að rann­saka sam­skipti Barna­vernd­ar­stofu og barna­vernd­ar­nefnda á höfuðborg­ar­svæðinu. Pírat­ar draga í efa hæfi ráðuneyt­is­ins." hafi ekki breyst neitt við aðra meðferð ráðuneytisins. "Þing­flokk­ur Pírata tel­ur vel­ferðarráðuneytið þó ekki vera rétt­an aðila til þess að taka aft­ur upp rann­sókn á sam­skipt­um Barna­vernd­ar­stofu og barna­vernd­ar­nefnda Reykja­vík­ur, Kópa­vogs og Hafn­ar­fjarðar þar sem draga má í efa hæfi ráðuneyt­is­ins til að sinna rann­sókn­ar­skyldu sinni af kost­gæfni. Þar til úr­bæt­ur inn­an ráðuneyt­is­ins hafa sann­ar­lega átt sér stað."  " Þing­flokk­ur Pírata harm­ar hversu lít­inn vilja virðist að finna hjá fram­kvæmda­vald­inu til nafla­skoðunar sem leitt gæti til raun­veru­legra um­bóta í mála­flokkn­um en leggja þess í stað all­an kraft í að sópa mál­inu und­ir teppi. Þar eru póli­tísk­ir hags­mun­ir sett­ir ofar hag barna. Hér hef­ur sam­trygg­ing stjórn­mál­anna verið sett ofar góðri og heiðarlegri stjórn­sýslu."

Vagn (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 11:59

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ráðuneytið fól óháðum aðilum að rannsaka þetta. Nú er niðurstaða komin. Niðurstaðan er sú að þessi Halldóra Mogensen fór langt út fyrir verksvið sitt sem þingmaður í krossferð gegn góðum og grandvörum embættismanni. Niðurstaðan er líka sú að þessi Halldóra Mogensen myndi, hefði hún manndóm til þess, biðja viðkomandi fórnarlamb eineltis síns afsökunar.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.9.2018 kl. 12:12

6 identicon

Ráðuneytið fól óháðum aðilum að rannsaka..."Full­yrt var í upp­hafi að um óháða út­tekt væri að ræða sem tæki til málsmeðferðar Barna­vernd­ar­stofu, barna­vernd­ar­nefnda og ráðuneyt­is­ins í til­tekn­um barna­vernd­ar­mál­um. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins 2. maí síðastliðinn. Síðar var það hlut­verk þrengt án þess að greint væri frá op­in­ber­lega og tek­ur því út­tekt­in aðeins til stjórn­sýslu ráðuneyt­is­ins."...og niðurstaðan var að ráðuneytið hafi ekki upp­lýst máls­at­vik nægi­lega vel til þess að geta tekið ákvörðun um lög­mæti embætt­is­færslna Braga. Ráðuneytið hafi hvorki virt rann­sókn­ar­regl­una né and­mæla­regl­una við meðferð máls­ins. Því þurfti ráðuneytið að taka málið fyrir að nýju en óháðu aðilarnir tók enga afstöðu til lögmætis athafna Braga. Pólitískir hagsmunir voru víst of miklir til að setja málið sjálft í hendur óháðra aðila.

Vagn (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 16:08

7 identicon

Halldóra Mogensen er ásamt Stundinni sek um brot á lögum um friðhelgi barna með tilraun sinni til að funda í beinni útsendingu frá nefndarfundi um tiltekið barnaverndarmál, og nýta sér trúnaðarskjöl um tiltekið barnaverndarmál í pólitískum tilgangi. Réttur barna til verndar gegn átroðningi á einkamálum þess er varinn í barnasáttmálanum sem er innleiddur hér á landi. Það hvernig Halldóra Mogensen og félagar hennar í nefndinni komu barnaverndargögnum til Stundarinnar er mál sem ætti að sækja fyrir dómstólum enda er þar um refsivert brot að ræða sem liggur við fangelsisvist.

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband