23.10.2022 | 20:55
Sími barna, netið og foreldrahlutverkið
Hömrum járnið á meðan það er heitt. Bendum foreldrum á skyldu sína að ala upp barnið sitt, fylgjast með umferð þess í síma og á samfélagsmiðlum. Margir gera það með sóma, aðrir með hangandi hendi og sumir láta það ógert. Setjum ábyrgðina þar sem hún á heima, hjá foreldrum, þegar kemur að óhóflegri notkun síma, tölvunotkun og einelti. Skjánotkun meðal barna er komin út fyrir öll mörk og foreldrar þurfa að leita leiða til að minnka hana. Fleiri samverustundir með barni án síma og tölvu.
Umræðan um samfélagsmiðlana og veru barna á þeim hefur eina ferðina enn vaknað. Miðlarnir auðvelda eineltið, um það deilir enginn. Miðlar sem börn mega ekki vera inn á býður upp á alls konar viðbjóð sem á ekki heima fyrir augum barna. Spjótin standa að veru barna á þessum miðlum sem eru bannaðir. Væri enginn viðtakandi væru ekki skilboð!
Áhugasamir geta haldið áfram að lesa greinina mína hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2022 | 09:10
Hatur kvenna á hvítum miðaldra mönnum
er efni viðtals við Gunnar Sandelin. Gunnar gaf út bók um hatur kvenna á hvíta manninum. Hann undrast ofstækið femínista í garð hvítra manna. Svarti maðurinn fær ekki sömu meðferð. Allt sem aflaga hefur farið er hvíta manninum að kenna. Svo lengi sem hugmyndafræðin stýrir umræðunni er fátt að gera. Menn sitja undir endalausum ásökunum. Konur hafa yfirtekið ýmsa málaflokka sem vísar ekki á gott.
Hér er viðtalið fyrir áhugasama.
Leyfi þessu að standa hér á dönsku ,,For resten er det hvide mænd, der har løftet samfundet frem til det nuværende stade; det er hvide mænd, der har skabt videnskab og de tekniske fremskridt, skabt retsvæsenet, skabt ytringsfriheden, skabt demokratiet (først kun for velhavende mænd; men sidne da for alle). Og det er hvide mænd, der har skabt hele infratrukturen. Uden dem, ingen huse, ingen veje, ingen elektricitet, ingen moderne apparater osv. osv. Stort set alle opfindelser er gjort af hvide mænd. Intet af alt det, som kvinder i dag nyder godt af, regnes dog mændene til gode. Intet af alt det gode, mænd har gjort og skabt, tæller til deres fordel. Den intersektionelle ideologi tilsiger, at den eneste rigtige behandling af hvide mænd er udskamning."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2022 | 09:14
Ósammála Þorsteini Sæberg
formanni Skólastjórafélagsins um síma í grunnskólum. Blaðamaður Fréttablaðsins hafi samband við mig. Vildi ræða um einelti. Benti honum á að skólar eigi fínar eineltisáætlanir til að fara eftir. Samvinna foreldar skiptir þar miklu máli eins og í mörgu öðru þegar kemur að skólabörnum.
Símanotkun er hins vegar ágreiningsmál okkar þorsteins. Að mínu mati á skólinn að banna síma. Börn þurfa ekki, þá sex tíma sem þau eru í skólanum, að nota hann. Skólar eiga tölvur til stafrænnar kennslu. Margir unglingar eru háðir símunum, fíkn. Alltaf að kíkja, fylgjast með og kanna hvort þau hafi fengið ,,like" á færslur. Teitur Guðmundsson læknir segir þetta fíkn sem leiðir til streituástands. Skólar eiga að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir það.
Hér má lesa umfjöllunina í Fréttablaðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2022 | 16:18
Vantar inn í trans umræðuna á Íslandi
Áhugavert viðtal sem ég hlustaði á. Krækja neðst í færslunni. Viðmælandinn er samhljóma með Kåre Fog að langtímarannsóknir vanti á fólki sem hefur farið í gegnum kynskiptiaðgerð. Fylgja þarf fólki eftir í 10-15 ár.
Svona umfjöllun vantar í trans umræðuna hér á landi. Viðmælandinn segir, eins og margir aðrir sem upplifa sig trans, að sálin hafi ekki verið í lagi. Margir sálrænir kvillar herjuðu á hann. Kvillarnir biðu þegar hann vaknaði eftir aðgerðina. Hann sér eftir ferlinu. Mæli með að fólk hlusti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2022 | 10:07
Banna á síma í skólum landsins
Mér finnst ekkert tiltökumál að banna símana. Þeir sem hafna því nota sömu rök og Sigurður ,,Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT, segir í samtali við mbl.is að mikilvægt sé að kenna börnum að nota netið, líkt og um umferðarreglur sé að ræða, og að þau séu óhrædd að tilkynna neteinelti sem þau verða fyrir." HVER Á AÐ KENNA ÞAÐ? HVER Á AÐ FYLGJA ÞVÍ EFTIR AÐ ÞAU FARA EFTIR REGLUNUM? ÞARF EKKI AÐ SAMRÆMA KENNSLUNA MILLI HEIMILIS OG SKÓLA. þÝÐIR LÍTIÐ AÐ SKÓLINN SEGIR FRÁ HÆTTUM Á TIK TOK OG SVO LEYFA FORELDRAR BÖRNUM SÍNUM AÐ VERA Á MIÐLINUM.
Grunnskólakennarar hafa nóg annað að gera en fylgja því eftir hvort börn fari eftir settum reglum á netinu. Skólarnir eru flestir tölvum búnir til að sinna starfrænni kennslu. Þarf ekki símana. Líf barnanna myndi auðveldast til muna sé síminn fjarlægður úr skólanum. Þau eru, mörg hver, háð tækinu og stelast til að nota það. Þau fara á klósettið til að senda skilboð, skoða samfélagsmiða. Þau freistast til að kíkja í tímum o.s.frv. Myndi auðvelda þeim lífið til muna að banna síma í skólanum. Nóg er hægt að gera í frímínútum og hádegishléinu, þurfa ekki símann.
Held að skólayfirvöld ættu að endurskoða símareglur.
Góð vísa aldrei of oft kveðin: Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum, gjörðum og athöfnum. Taka á síma af barni á grunnskólaaldri þegar það fer að sofa. Foreldrar hafa valdið. Notið það!
![]() |
Góð ástæða fyrir aldurstakmörkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2022 | 10:29
Er þetta allt sem
bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar hefur að segja.
Skylda á foreldra hrottanna á fund með stjórnendum og bæjaryfirvöldum. Þar á að ræða símanotkun barna þeirra og hegðun. Helst ætti að kæra þessar stúlkur. Vísa stúlkunum úr skóla og láta foreldra sjá um heimakennslu í a.m.k. tvær vikur á meðan unnið er að málinu. Skiptir engu þó þær horfðu bara á.
Að mínu matir er kerfið of máttfarið til að taka á svona vanda. Ávallt þarf að taka á börnum með silkihönskum.
Sama dag var 14 ára drengur rotaður og félagi hans laminn. Annar drengurinn leitaði á bráðadeild og fór í myndatöku á höfði. Rataði ekki í fréttirnar. Hvar annars staðar átti svo ofbeldi sér stað. Við fáum sennilega ekki að heyra nema brotabrot af hrottalegu ofbeldi unglinga.
Hvar var allt fólkið í Smáralindinni. Ég undraðist að enginn skarst í leikinn, hvorki starfsmenn eða þeir sem voru að versla. Eru við meðvirk með hrottum samfélagsins?
![]() |
Þyngra en tárum taki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2022 | 17:00
Hanna Katrín Friðriksson gefur skotleyfi
á foreldra, sálfræðinga, lækna og geðlækna. Hún hreykir sér af frumvarpi sem hún leggur fram. Í þessum óskapnaði stendur ,,Þingmálið mitt sem ætlað er að gera það refsivert að neyða einstakling til að bæla eða reyna að breyta kynhneigð sinni, kynvitund eða kyntjáningu."
Ef barn fær ekki vilja sínum framgengt getur það hótað foreldrum og fagaðilum. Hanna Katrín gefur þar með skotleyfi á stéttirnar. Síðan getur barn kært þessa aðila og sakað þau um að bæla niður kynhneigð þess. Aðferðin ,,að bíða og sjá" dugar fyrir langflest börn. Einstaka barn heldur til streitu að það sé annað kyn en það fæddist. Höfum það á hreinu það fæðast tvö kyn, strákur eða stelpa. Annað er upplifun eða hugarfar. Hanna Katrín gerir lítið út þeirri aðferða að bíða og sjá, eins og fyrrs egir, börnin hafa skotleyfi á fyrrgreinda aðila.
Sorglegt að fleiri þingmenn eru viðriðnir við vitleysuna. Ef þingheimur hefur ekkert annað að gera þá má leggja Alþingi Íslendinga niður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2022 | 11:16
Dragdrottingar í grunnskóla- viðbjóður
segi ég. Mér þykja dragdrottningar frekar viðbjóðslegur gjörningur og fer aldrei á slíkar sýningar. Í Usa má sjá á myndbandinu hér móður mótmæla í grunnskóla í USA. Kennari og stjórnendur fengu dragdrottningu til að brjóta niður kynjamyndir í skóla. Stofnun sem framkvæmir kynskiptiaðferðir og hommabar borguðu herlegheitin.
Danska regnbogaráðið segir þetta líka gerast í dönskum grunnskólum. Það spyr, hvernig á dragdrottning að brjóta niður staðalímyndin kynjanna? Hvaða lærdóm eiga börn að draga af slíkri sýningunni.
Grunnskólar á Íslandi hafa ekki, að mér vitandi, gengið svona langt í öfgunum. Grunnskólakennarar eru vonandi gagnrýnni en svo að þessi óskapnaður verði tekinn í grunnskólakennslu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2022 | 20:11
Aðalfundur Félags grunnskólakennara
og formannsskipti. Þá kom að því. Aðalfundur Fg verður á mánu- og þriðjudag í Reykjarnesbæ. Á þriðjudag skiptir félagið um formann. Þorgerður lætur af störfum og Mjöll tekur við. Einnig skipt um marga stjórnarmenn. Því miður náðist ekki að skipta þeim öllum út. Tveir fengur endurkosningu, annar mun verri en hinn. Hefði viljað sjá annan fulltrúann hætta. Lýðræðið virkar svona. Sumt líkar manni, annað ekki.
Fyrir fundinum liggja lagabreytingar. Sumum falla þær í geð öðrum ekki. Verður fróðlegt að heyra umræður um lagabreytingarnar. Ályktanir eru margar. Sumar góðar og aðrar miður góðar. Þannig er það alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2022 | 20:27
Segja foreldrana með transfóbíu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)