Framhaldsskólakennari telur læknavísindin ljúga

um aukaverkanir og afleiðingar hormónabælandi lyfja sem börnum er gefið.

Ástæða lyginnar, dulin áróður gegn trans fólki. Lægra getur maður ekki lagst held ég.

Snorri í Bertel var kærður fyrir hvað!

Eftir að hafa sett inn myndband þar sem rætt var við barnalækni og sálfræðing (sem er trans) um lyfjanotkun barna og afleiðingar á Kennaraspjallið kom athugasemdin frá framhaldsskólakennaranum. Áhugavert í alla staði.

Fleiri kjánalegar athugasemdir komu frá kennurum. Kennarastéttin er ekki tilbúin í víðtæka umræðu um málefni trans barna. Ef málflutningurinn er ekki einhliða fer engin umræða fram. Hvað fólk gerir eftir 18 ára aldur er alfarið á þeirra ábyrgð. Börnin eigum við að vernda gegn inngripum, lyfjum og skurðaðgerðum. Hins vegar á að tryggja þeim sálfræðimeðferð, rétt eins og öðrum börnum sem eru í vanda.

Hjartanlega sammála dóttur minni sem er doktor í barna- og unglingasálfræði. ,,Sálfræðimeðferð á auðvitað að vera hluti af þeirri þjónustu sem þessi börn fá. Til þess að tryggja að þau skilji ferlið, skilji að þetta sé endanleg ákvörðun og að þessi ákvörðun sé vel ígrundað og þau fái leiðsögn. En sálfræðimeðferð á aldrei að vera með því markmiði að hindra aðgengi að ferlinu eða til þess að fá þau til að skipta um skoðun."

 

bloggið


Hvað er nauðgunarmenning?

Fátt um svör þegar stórt er spurt. Sálfræðingur hefur lagt inn fyrirspurn til Skólastjórafélagsins og skólastjóra sem notaði orðið nauðgunarmenning. Verður fróðlegt að heyra hvað átt er við. Um samfélagið hefur þetta orð bergmálað. Gerði það líka þegar landsliðið okkar í fótbolta karla var ásakað.

Falskar ásakanir er böl, jafn mikið böl og kynferðisleg árteiti og nauðgun. Bregðast skólar ein við gerendum í þeim málum og hinum. 

Arnar skrifar á snjáldursíðuna sína:

„Í viðtalinu kemur ekkert fram um, hvað í hugtakinu, nauðgunarmenningu, felst, en Sigríður Huld nefndi, að stundum sé ekki fótur fyrir ákærunum. Ekki er upplýst, hvernig það sé leitt í ljós, hvort um sé að ræða innri dómstól skólanna eða alvöru dómstóla. Það er hvorki upplýst um fjölda ákæra um nauðganir, né hlutfall saklausra pilta af heildarfjölda ákærðra.
Þessi „nauðgunarmenning“ skapar mér ugg.
 
Á grundvelli upplýsinga frá Sigríði Huld bið ég vinsamlegast um skilgreiningu Skólameistarafélagsins á „nauðgunarmenningu;“ nánari skýringar á því, hvernig skólarnir leiði í ljós sekt eða sakleysi ákærðra; nánari upplýsingar um umfang þessarar menningar, þ.e. heildartölu ákærðra á vettvangi skólans, hlutfall þeirra, sem vísað er til lögreglu, og hlutfall dóma sektar og sýknu við dómstóla landsins.
 
Að lokum falast ég eftir upplýsingum um viðbrögð skólanna við fölskum ákærum. Er þeim, sem setja fram falskar ákærur, vísað úr skóla eða þeir kærðir til lögreglu?
Bréfið er sent bæði á netfang Helgu Kristínar og Skólameistarafélagsins."

Bloggfærslur 9. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband