Banna á síma í skólum landsins

Mér finnst ekkert tiltökumál að banna símana. Þeir sem hafna því nota sömu rök og Sigurður ,,Sig­urður Sig­urðsson, sér­fræðing­ur í miðlanotk­un barna og ung­menna hjá SAFT, seg­ir í sam­tali við mbl.is að mik­il­vægt sé að kenna börn­um að nota netið, líkt og um um­ferðarregl­ur sé að ræða, og að þau séu óhrædd að til­kynna neteinelti sem þau verða fyr­ir." HVER Á AÐ KENNA ÞAÐ? HVER Á AÐ FYLGJA ÞVÍ EFTIR AÐ ÞAU FARA EFTIR REGLUNUM? ÞARF EKKI AÐ SAMRÆMA KENNSLUNA MILLI HEIMILIS OG SKÓLA. þÝÐIR LÍTIÐ AÐ SKÓLINN SEGIR FRÁ HÆTTUM Á TIK TOK OG SVO LEYFA FORELDRAR BÖRNUM SÍNUM AÐ VERA Á MIÐLINUM. 

Grunnskólakennarar hafa nóg annað að gera en fylgja því eftir hvort börn fari eftir settum reglum á netinu. Skólarnir eru flestir tölvum búnir til að sinna starfrænni kennslu. Þarf ekki símana. Líf barnanna myndi auðveldast til muna sé síminn fjarlægður úr skólanum. Þau eru, mörg hver, háð tækinu og stelast til að nota það. Þau fara á klósettið til að senda skilboð, skoða samfélagsmiða. Þau freistast til að kíkja í tímum o.s.frv. Myndi auðvelda þeim lífið til muna að banna síma í skólanum. Nóg er hægt að gera í frímínútum og hádegishléinu, þurfa ekki símann.

Held að skólayfirvöld ættu að endurskoða símareglur. 

Góð vísa aldrei of oft kveðin: Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum, gjörðum og athöfnum. Taka á síma af barni á grunnskólaaldri þegar það fer að sofa. Foreldrar hafa valdið. Notið það!


mbl.is Góð ástæða fyrir aldurstakmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband