Segja foreldrana með transfóbíu

Hef lesið pistla eftir líffræðinginn Kåre Fog. Hann tekur saman margar rannsóknir á trans- málefnum. Hann hefur sett sig inn í málaflokkinn og það fræðir mig helling að lesa eftir hann. Þyngra en tárum taki að lesa þetta (ég þýddi) í einum pistlinum. Reyndar las ég grein frá norskum foreldrum sem lýsa sömu áhyggjum og að það vanti hlutleysi. Foreldrar telja trans- fólk ekki góða ráðgjafa enda ekki hlutlausir.
 
,,Netráð til ungra einstaklinga sem vilja vera trans.
Samkvæmt foreldrunum fékk helmingur unglinganna ráð frá netinu eða einhverjum sem þeir þekktu um hvernig ætti að tala foreldrana til, þannig að þeir samþykktu kynskipti. Mikilvægt að hafa kynskipti strax (35% af unglingunum); ef foreldrarnir neituðu börnunum um hormónalyf strax ættu þau að kalla foreldrar mjög tilfinningalausa og transfóbísk (34%); og ef foreldrarnir frestuðu kynskiptum myndu þau síðar sjá eftir því (23%); ef foreldrarnir ynnu gegn þeim ættu þau að segja þeim að það væri mikil hætta á sjálfsmorði meðan trans-unglinga. Reyndar höfðu 64% af unglingunum kallað foreldra sína transfóbíska eða fanatíska og afturhaldssama, og 31% af unglingunum höfðu nefnt sjálfmorðsáhættu við foreldrana; segir sig sjálft að svona ofboðslegur þrýstingur á foreldra er árangursríkt til að fá foreldar til að gefa eftir.
Margir unglinganna leið ver eftir að hafa sagt foreldrum sínum að þau vildu kynskipti. Aðeins 7% fengu betra samband við foreldra sína; 57% verra samband og 35% gengu ver í skólanum eftir þetta. Næstum 60% fengu einhæf áhugmál.“
 
Heimild: Kåre Fog. Kampen for at gøre flest mulige personer transkønnede (xn--knsdebat-54a.dk)

Bloggfærslur 13. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband