Mamma Internetsins lokkar börn í transheiminn

Að mínu mati er þetta viðbjóðslegur heilaþvottur og börn hafa aðgang að þessu. Óheft. Hvet foreldra til að opna augun. Markaðssetning sem þessi er ekki eðlileg.

Sálgreinirinn Lotte Ingverslev skrifar um þetta á blogginu sínu. Þar segir ,, Jeffrey Marsh (sjá myndskeiðið hér) er TikTok stjarna og transaktívisti. Hann skrifar að auki fyrir Huffington Post, Time Magazine og Oprah.com. Jeffrey Marsh lýsir sjálfum sér sem ,,kynflæðandi aktívista og sem ,, genderqueer”.

Á Internetinu eru margir queer- leiðbeinendur fyrir börn og ungmenni eins og Jeffrey Marsh.

Jeffrey Marsh er dæmi um fullorðinn mann, sem kynnir sig sem ,,mamma internetsins” fyrir börn á sama tíma og hann segir foreldra ekki skilja börnin, kúgandi og skaðlega.

Þetta er sagan af Rauðhettu og úlfinum- í þversögn. Amman (foreldrarnir) eru þeir slæmu og úlfurinn (queer- leiðbeinandinn Jeffrey Marsh) er hetjan sem bjargar barninu.

Takið eftir aðlaðandi, kelandi, kynleiðandi röddinni sem Jeffrey Marsh notar, yfirdrifna af augliti samkenndar- blanda af móðurlegri umhyggju og kynferðislegri girnd.

Myndskeiðin hans eru mjög vinsæl á TikTok (þú þarft ekki aðgang til að sjá þau).

Ef þú gúgglar ,,Jeffrey Mars TikTok” þá birtast myndskeiðin. Sum af þeim hafa 500.000 áhorf. Þú getur líka séð þau á YouTube.

Horfðu á nokkur, þá veistu hvers konar fólki þú hleypir að barni þínu inni á herbergi í gegnum skjáinn.”

Tilvitnun lýkur.

Um mig fer hrollur. Hugsið ykkur að börn á grunnskólaaldri hafi aðgang að þessum manni. Óhugnaður. Tælir börn, ef þetta er ekki tæling þá veit ég ekki hvað það er. Foreldrar gagnrýnislausir á svona heilaþvott.


Agaleysi í skólum og föðurímynd

vantar. Þekkt vandamál. Las góða grein eftir Sigurstein, lesið hér.

Sigursteinn hætti að kenna í grunnskóla vegna agaleysi barna. Held að flestir kennarar geti tekið undir það. Því miður þegar taka á agaleysinu bregðast foreldrar illa við. Á margan hátt höfum við pakka börnunum inn í bómull. Þau eiga réttindi samkvæmt öllum mögulegum sáttmálum en skyldur virðast vera fáar ef nokkrar. Í það minnst leggjum við meiri áherslu á réttindin. 

,,Árin 2000 til 2002 starfaði hann sem grunnskólakennari en hætti eftir tveggja ára feril,  meðal annars vegna þess agaleysis sem honum fannst ríkja í grunnskólum:..."

Samfélagið virðist ekki sammála um að taka á agaleysi barna. Af hverju er mér hulin ráðgáta. 

Föðurleysi drengja ber líka á góma. Stórt hlutfall barna býr án föðurs og allir vita að ímyndir kynjanna þurfa að vera til staðar. ,,Sigursteinn segir að eineltisgerendur séu oft drengir sem hafi fáar eða engar karlkynsfyrirmyndir í lífinu. Ekki sé karlmaður á heimilinu og enginn karlkynskennari sem kenni þeim í skólanum. „Þessir drengir átta sig ekki á  því að sönn karlmennska felst alls ekki í því að nýta sér líkamlega yfirburði gegn öðrum, það er lélegasta tegundin af karlmennsku, það er þessi eitraða karlmennska. En maður á að nota sína styrkleika í lífinu, bara ekki á þennan hátt.“


Bloggfærslur 28. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband