Ættu að draga sig út...

Þá er það komið á hreint hvenær Samfylkingarmenn halda landsfund og er af því tilefni tímabært að nokkrir þingmenn horfi til þess að draga sig í hlé frá stjórnmálum, sér í lagi þingstöfum. Má þar nefna Jóhönnu, Ástu Ragnheiði, Össur, Mörð, Kristján, Helgi Hjörvar, Ingibjörgu og svo mætti lengi telja. Þetta fólk verður að þekkja sinn vitjunartíma eins og aðrir. Það er ekki góðs viti að fólk hangi á þingi í áratugi, hér þarf endurnýjunar við. Sömu sögu er að segja um fólk innan VG, þar er hópur manna sem má missa sín á þingi Íslendinga. Það er í mínum huga tímabært að setja tímamörk á setu manna á þingi, margir hverjir eru að verða eins og húsgögnin í Alþingishúsinu.
mbl.is Landsfundur Samfylkingar í lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru allir búnir að gleyma því að meðreiðarsveinn útrásarvíkinganna er hækja Samfylkingarinnar!

Axel (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:09

2 identicon

Já af þeim tveim úr VG og Sjálfstæðisflokki vil ég heldur Þorgerði Katrínu í embætti ráðherra, það er rétt athugað hjá þér hér neðar. Okkur hefur ekki staðið til boða aðrir valmöguleikar enn sem komið er.

Nei það gilda ekki önnur viðmið við einn flokk frekar en annan þar sem ég er sem betur fer óflokksbundin, en maður heyrir þó oftar fréttir af því að menn úr röðum Sjálfstæðismanna ætli sér ekki fram að nýju. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þeim efnum. En sannarlega mega þeir líka missa sín í Sjálfstæðisflokknum og Frjálslynda.

Helga Dögg (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband