Hömluleysi

Hreint ótrúlegt að fólk skuli reiða hnefa til högg í tíma og ótíma, þegar allt fer ekki eftir þeirra höfði. Það er vonandi að þessir ungu menn fái ekki slakari dóm en sá sem barði lögreglumann, þar sem báðir aðilar voru í öryggisvörslu, hvor sem sínum hætti. Það á umsvifalaust að kæra svona verknað til að refsa ofbeldismönnum og ef það mætti verða til að koma í veg fyrir að aðrir hafi svona kauða sem fyrirmynd.
mbl.is Réðist á öryggisvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst hryllilegt hvernig bærinn er orðinn um helgar. Maður varla þorir að fara þangað lengur. Ég vona bara að sá sem fyrir högginu varð muni ná sér sem og aðrir öryggisverðir sem hafa lent í barðinu á þessum lýð. Ég er sjálf starfsmaður hjá 10-11 og finnst mér sjálfsagður hlutur að eitthvað sé gert í þessu. Það á kannski ekki að láta þessa óeirðarseggi "vinna" ef hægt er að segja sem svo, en hvað á að leyfa þeim að komast upp með þetta lengi spyr ég nú bara? Dómskerfið í dag gefur þeim í rauninni enga ástæðu til að hætta þar sem þeir vita það að þó þeir séu kærðir fyrir verknaðinn að þá er það í raun enginn dómur sem þeir eru að fá. Ég er einnig alveg sammála þér um að ég vona að þeir eru að fá ekki slakari dóma en sá sem réðst á lögregluþjóninn... þó mér þykir það nú ólíklegt, verð ég því miður að segja. Einnig væri ég til í að sjá bæði öryggisverði og einnig dyraverði á skemmtistöðum hafa meiri heimild til að gera eitthvað, til að verja sig almennilega. Hvað eigum við að láta þetta yfir okkur ganga lengi spyr ég núna bara? Er ekki kominn tími til að segja stopp, hingað og ekki lengra?

D.D. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:15

2 identicon

Tveir dómar á Íslandi.

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi,
þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun
gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur. —-

———-Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að
greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm*
*hundruð þúsund* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af
ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6
milljónir í málskostnað.

Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?

Dómskerfið á íslandi er mein gallað... Árásarmennirnig fá örugglega bara skilorð

Sindri (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:02

3 identicon

Sorglegra er orð fá lýst svona dómar, tek undir með þér. Ekkert samhengi er á milli gjörnings og afleiðingar.

Vona að frú Laxness nái sér og afkomendur af þessum gjörningi Hannesar og að þessi hálfa aðra miljón hjálpi þeim.

Kveðja Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband