Ósmekklegt í meira lagi

Ég leyfi mér að taka undir orð Félag ábyrgra feðra um að jólaóskin er afar ósmekklegt. Allir karlar eru settir undir sama hatt og það er óviðunandi. Hér eru um baráttumál að ræða sem ætti ekki að blanda nöfnum jólasveinanna við. Eigum við eða  jólasveinarnir ekki að óska þess að konur hætti að leggja fram tilhæfulausar nauðgunarákærur með tilheyrandi niðurbroti fjölskyldna, hér er væntanlega um sama baráttumál að ræða. Og ef grannt væri skoðað er það kannski algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Verðugt verkefni fyrir karlahóp femínistafélagsins að rannsaka og álykta um.

 


mbl.is Ekki um jólakort að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki angi af slagorðinu "Karlar Nauðga" sem Femínistar báru um öll torg fyrir ári eða svo ?

Fransman (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Konur sem koma með tilhæfulausar nauðgunarákærur, ættu að fá sama dóm fyrir meisæri og viðkomandi saklus karlmaður sem varð fyrir ákæru hefði fengið ef hann hefði verið fundinn sekur - að ósekju.

Sigurbjörn Friðriksson, 21.12.2007 kl. 12:38

3 identicon

Ekki skil ég hvernig Guðrún Axjörð getur réttlætt það að líta framhjá þeim sem eru dæmdir að ósekju vegna fjölda allra sem sekir eru. Þetta er sá glæpur sem ég myndi aldrei vilja hafa á sakaskrá.

Einnig finnst mér umræðan að ofan ekki snúast um hvort fólk vilji ræða hlutina á jólunum eða ekki. Þetta snýst eingöngu um að boðskapur þessa jólakorts er siðlaus og aldrei hefði átt að fara þessa leið. Forvarnarmál eru altaf af honu góða, sama hvenær ársins þau eiga sér stað. En þetta kyndir frekar undir karlhatur heldur en góðar forvarnir.

Halldór (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 12:58

4 identicon

Þakka innlegg hér á síðuna.

Sæl Guðrún.

Hvaðan hefur þú þessar tölur ? Hvað með öll málin sem ekki er ákært í, þau eru sum hver vegna tilhæfulausra ásakana og enginn kemst til botns í, svo það er varhugavert að slá svona tölum fram nema rannsókn hafi verið gerð. Svo eru ekki allir karlmenn sem leggja fram mótákæru, vandinn er mikill í þessum málum. Hörmugar einstaklings og fjölskyldu eru jafn miklar hvort sem hann tilheyrir 2 % hópnum eða 98 % eins og þú orðar það. Engan mannamun á að gera í þeim málum að mínu mati.

Helga Dögg (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:00

5 identicon

Datt inn á þessa síðu...

.... og vil spyrja...

... hvernig í ósköpunum þykist fólk geta lagt fram prósentutölu um hversu mörg mál eru uppspuni??

 Ef yfirheyrsla fórnarlambs er talin trúverðug er þá sett tjékk merki við "ekki uppspuni" í skýrslunni...

... afar merkilegt að nota tölfræði þegar að kemur að lygi, engin rök sem styðja það.

Sigurlaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:00

6 identicon

...ég er svo innilega hliðhollur jöfnum mannréttindum, jöfnuði á öllum sviðum, kaup og kjör og allt það... en ég get ekki sagt annað en ég þoli ekki feminista!

Er alveg gáttaður á því hversu afvegaleitt lið þetta er sem rembist við að útbúa gjörninga sem þessa úr tómri athygilissýki...

spurning, hversu mörg prósent karlmanna hafa nauðgað, hversu mörg prósent kvennmanna hafa logið og jafnvel kært nauðgun sem ekki gerist, hversu mörg prósent kvenna hafa barið börnin sín, hversu mörg prósent karla hafa barið börnin sín..... hversu mörg prósent feminista styðja í raun jöfn réttindi kynja, eða bara vilja hafa meira en karlmenn.......  sem dæmi um mannréttindi, myndi ég telja að fá að umgangast börnin sín, en ekkert geta feministar sett útá það þegar það misrétti er út um allt í samfélaginu.. kunningi minn fær aðeins pabbahelgar, ekki meira en það. Finnst það ekki alveg réttlátt.

 Hvað ætli það séu mörg prósent mæðra sem hafa forræði yfir börnum sínum í raun betra foreldrið.... hvernig ætli það sé hægt að sanna það? það verður trúlega aldei, og þar sem valdið er hjá kvennfólkinu, þá heyrist ekki boffs í feministum....

annars er ég með hugmyndir að fleirum svona jólakortum feministafélagsins.... sem ættu að minnsta kosti jafnan rétt á að fara fyrir sjónir fólks og þetta rusl sem þeir hafa þegar birt:

 Stekkjastaur jólasveinn óskar þess að ekki verði nafn sitt lagt við feminista

Stúfur jólasveinn óskar þess að ekki verði nafn sitt lagt við feminista

...þið skiljið hvað ég er að fara....

og úr því leyfilegt er að taka sér nafn annara vera, æðri og duldari undra einsog jólasveina, þá legg ég jafnvel til að þetta verði birt líka

"Guð veit að feministar eru frá Kölska sjálfum komnir, engin skal trúa boðskap þeirra frekar en Kölska sjálfum"

-er kristinn og trúaður, gleðileg jól

Svavar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:03

7 identicon

Guðrún: Nákvæmlega hvaðan hefur þú þessa tölu? Heimildir skipta öllu máli í fullyrðingu sem þessari.

Þú leyfir þér líka að um öll málin sem ekki eru tilkynnt: þekkist það ekki að karlmaður sé sakaður um nauðgun án þess að tilkynnt sé um það eða kært? Er ekki líklegra að tíðnin á upplognum sökum sé hærri í ótilkynntum málum?

Fólk hefur ekki almennt talað um að ósmekklegt sé að ræða þessi mál um jólin, heldur að tengja þau við jólin og jólasveinana annars vegar og svo hins vegar þessi þekkta alhæfing "karlmenn nauðga". 

Þú segir í lokin "Hversu mörg börn haldið þið til dæmis að þurfi að umgangast kvalara sína í jólaboðum þessi jólin?". Hvernig kemur það þessu máli við? Það vill enginn heilbrigður maður að misnotkun og nauðganir viðgangist og svona baráttuaðferðir skila engu nema reiði hjá þorra fólks sem finnst ósanngjarnt og ógeðfellt að tengja 50% íbúa landsins við hræðilegustu glæpi sem til eru.

Bjarki Ívarsson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:13

8 identicon

Ég óska þess að konur hætti að drepa börnin sín.. sbr dæmin í Þýskalandi og víðar.

Tryggvi (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:52

9 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég tek undir orð Svavars hér að ofan að margir karlmenn verða undir í forræðisdeilum vegna þess að þeir eru karlmenn, ég styð heils hugar Félag Ábyrgra feðra og þeirra baráttu fyrir jafnrétti.

Annað, ég styð líka mörg baráttumál feminista en get alls ekki tekið undir þessar óskir eins og þær hafa verið bornar fram.  Hvernig væri bara að orða þetta þannig, "ég vildi óska að fólk hætti að nauðga", hlutlaust og hittir beint í mark.  Hvernig ætli körlum sem skráðir eru í Feministafélagið líði, það er beinlínis verið að tala illa um þá og þeirra kynstofn.  Eru þeir kannski ekki karlmenn líka...?

Garðar Valur Hallfreðsson, 21.12.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband