Heilbrigðisstarfsmenn

fórna frelsi sínu í þágu þjóðarinnar. Mælst er til að starfsmennirnir takmarki samvistir við ákveðinn hóp. Ganga í reynd lengra en lýðurinn. Til hvers? Jú, til að þeir séu klárir þegar landinn veikist eða þeir sem eru á heilbrigðisstofnun veikjast og þurfa aukna hjúkrun og umönnun.

Í umfjöllun um sóttvarnir er fórnarkostnaður heilbrigðisstarfsmanna sjaldnast nefndur eða aldrei. Margir heilbrigðisstarfsmenn eru beðnir að vera í startholunum ef ske kynni að vinnuveitandi þyrfti að kalla þá inn, veikist fleiri. Víða er ungt fólk í sumarafleysingum á dvalar- og elliheimilum sem er ekki tilbúið í hertar aðgerðir. Afleiðingin gæti verið smit inn á stofnanir. Slíkt hefur áhrif á líf öldunga. 

Nú þegar hafa öldrunarstofnanir sett takmörk. Fjöldi heimsóknargesta. Gríma. Skráning. Seta inn á herbergi öldungs, má ekki vera í almennu rými. Á meðan getur unga fólkið sótt bari til kl.23:00 og skemmt sér. Verið meðal fólks hvar sem er, á meðan fjöldinn fer ekki yfir 200.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband