Nú er að vona hið besta en búast við því versta.

 
Mér var brigslað um yfirtöku (og jafnvel áróður) kjaraumræðunnar á snjálursíðu grunnskólakennara. Læt það sem vind um eyru þjóta. Sem sporgöngumanni rennur mér blóð til skyldunnar að vekja athygli á hvað STARFSMAT er. Í því samhengi er nauðsynlegt að vera ómyrkur í máli.
 
Af hverju? Ég veit að margir kennarar þekkja ekki og gera sér ekki grein fyrir hvað STARFSMAT er, uppbyggin þess, notkun og hver afleiðing fyrir stéttina verður. Enda af hverju ætti almennur kennari að vita það? Hér er um sérhæft fyrirbæri að ræða sem verkalýðsfólk kynnir sér vel. Auk þess fá félagsmenn góða kynningu á fyrirbærinu til að hafa góða innsýn í hvað það samþykkir. Því var ekki að heilsa meðal grunnskólakennara. Margir renndu blint í sjóinn.
Hefur þú einhverjar forsendur til að tjá þig var ég spurð. Já ég hef það. Hef starfað innan verklýðshreyfingarinnar í áratugi og því þekkti ég til starfsmats. Hefði ég ekki gert það, væri ég jafn grandalaus og margir kennarar.
 
Ég hef áhyggjur af menntunarkaflanum. Ég ef áhyggjur af röðun kennara í launaflokka. Ég hef áhyggjur af að festast í ómannlegu kerfi eins og félagar okkar í Fræðagarði lýstu. Ég hef áhyggjur að endurmat verði kennurum nær ógjörningur. Ég hef áhyggjur af að starfsmat, sem verður innleitt nú, endurspegli á engan hátt starf grunnskólakennara.
Framundan er ársvinna við að flokka störf grunnskólakennara í mötin og máta þau við launaflokka áður en nýr kjarasamningur verður lagður fyrir stéttina 31. desember 2021 þegar starfsmat verður innleitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband