Dýr skemmtun sveitarfélaga

Sveitarfélögin borga margföld laun fyrir sveitarstjóra sína og lokasamning. Þetta kostar skattgreiðendur óhemju fjármang. Reyndar óviðunandi. Búa á til launatöflu fyrir starfið sveitarstjóri sem fer eftir fjölda íbúa. Sameina á sveitarfélögin þannig að sem fæstir sveitar- og bæjarstjórar verði á landinu sem og kjörnir fulltrúar. Að mínu mati á ekkert sveitarfélag að vera undir 5000 manns, þó dreifbýlt sé. Eyjafjörðurinn sem dæmi gæti allur verið eitt sveitarfélag. Yfir sveitarfélögunum eru 8 bæjar eða sveitarstjórar og mætti fækka í einn. 

Mörg sveitarfélög geta ekki veitt lögboðna þjónustu og verða að reiða sig á stærri samfélögun í kringum sig. Taka þarf til í sveitarstjórnarmálunum og það helst fyrir næstu kosningar.


mbl.is Sveitarstjóra Tálknafjarðar sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kerfið eins og það er kostar skattgreiðendur. En eins og kerfið er þá eru það þeir skattgreiðendur sem ákveða hvort þeir séu sáttir við það eða ekki. Búir þú ekki í Krummaskuði við Hallærisvík þá snertir það þig ekkert og kemur þér ekkert við hvað íbúarnir þar vilja borga sínum sveitarstjóra. Þvingaðar sameiningar og að taka samningsrétt af launamönnum, sveitarstjórar eru launamenn, er ekki skynsamlegt.

Stór hluti þess vandamáls að sveitarfélög geta ekki veitt lögboðna þjónustu er til kominn vegna flutnings verkefna frá ríki til sveitarfélaga án fjármagns til að standa undir þeim.

Vagn (IP-tala skráð) 23.11.2019 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband