Aukin lokun leikskóla? Er það raunhæft?

Í kjölfar orða stjórnenda leikskólakennara er ég hugsi.

Ég er ein þeirra sem fannst galið að lengja nám leikskólakennara upp í 5 ár samhliða grunnskólakennaramenntuninni. Reyndar hefði sú menntunarleið mátt vera óbreytt því mastersnám er í boði fyrir þá sem það vilja.

Leikskólinn er að mínu mati þjónustustofnun fyrir vinnandi fólk. Stofnun þar sem börn þurfa að dvelja á meðan foreldrar vinna. Vissulega er margt gott gert fyrir börnin á þessari stofnun og á að vera. Við erum að tala um börn á aldrinum 1- 6 ára áður en grunnskólinn tekur við sem er skylda. Það er engum skylt að setja barn sitt á leikskóla. Öll mannleg gildi, hegðun og góð framkoma er í hávegum höfð eins og vera ber...ætti að vera á heimilum líka því þar á starf uppalandans að fara fram.

Hins vegar óski foreldrar eftir leikskólaplássi er ekkert í boði nema heill dagur, 7-8 klst. Allavega í mörgum sveitarfélögum. Það er galið. Vilji t.d. forelri sem vinnur á kvöldin vera heima með barni sínu á morgnana, og þar með spara sér pening líka, þá er það ekki í biði. Hef heyrt rök eins og að þá taki barnið ekki þátt í starfinu á sama hátt og hin. Hvað með það? Barn sem getur eytt meiri tíma með foreldri en á þjónustustofnun hlýtur að græða meira á því. Neita að trúa öðru.

Man eftir að sonur minn fékk orð í eyra frá leikskólakennara af því hann kom með börn sín í leikskólann kl.10:00, þau áttu notalega stund heima áður en haldið var til vinnu og í leikskólann. Ég varð undrandi. Ástæðan var að þá misstu börnin af hópastarfi sem var farið í gang. Hvað með það, spyr ég nú bara. Þetta eru börn sem eiga ekki að byrja á ströngu skólastarfi fyrr en í grunnskólann kemur, nóg er það nú samt.

Nú ber svo við að leikskólakennarar vilja fá svipaðan undirbúningstíma og grunnskólakennarar þrátt fyrir að störfin séu ólík að mínu mati. Það er tvennt ólíkt að kenna 2 ára barni en 10 ára barni 7 námsgreinar þar sem meta þarf hvern þátt. Leikskólakennarar hafa líka talað um að þeir vilji fleiri frídaga fyrir börn í leikskóla, t.d. haust- og vetrarfrí. Mörgum grunnskólakennurum hugnast ekki þessi frí því oftar en ekki er enginn í fjölskyldunni í umræddum fríum. Verði þetta ofan á þá þarf að breyta öllu vinnuumhverfi landans. Tryggja þarf að foreldrar hafi tök á að taka frí úr vinnu til að vera heima með börnum sínum. Sama með marga foreldra, þurfa að útvega börnunum pössun og að venju er frístundarheimilin opin allan daginn til að mæta foreldrum. Þeir dagar eru vel nýttir, allan daginn. Barn fært frá stað A til B.

Í Danaveldi má loka 7 daga á ári í leikskólum, vöggustofum og á frístundarheimili en foreldrar fá boð um aðra lausn til að láta passa barn sitt. Þann 5. júní (Grundlovsdagen, eins og 17. júní hér heima) og 24. desember er lokað og pössun ekki í boði. Menn eiga að koma sér saman um lokunardaga í hverjum leikskóla og má setja lokunardag þegar útlit er fyrir að fá börn mæti í leiksólann. Lokunardagur er starfsdagar hjá starfsmönnum.

Fyrir mér er mikill munur á starfi kennarastéttanna þriggja og ekki samanburðarhæft, hvorki starf, undirbúningur né úrvinnsla námsins. Þrátt fyrir að lög um eitt leyfisbréf hafi verið samþykkt á þingi er útfærslan eftir, hvers verður krafist af starfsfólki á hverju skólastigi fyrir sig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband