Ömurleg staða

Nú þegar ráðherrarnir hafa gengist við málinu er spurning hve lengi Samherjamenn geta látið að því liggja að spillingin sé eins manns verk. Frekar aum vörn. Þjóðin leggur vart trúnað á slíkt. Samherjamenn ætla að hengja bakara fyrir smið. Vona að málið verði skoðað til hins ýtrasta til að komast að sannleikanum. Kannski grasserir eitthvað meira í herbúðum þeirra sem yfirvöld hafa ekki komið auga á í útlandinu. Koma tímar koma ráð!


mbl.is Ráðherrarnir búnir að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar í heiminum er ekki liðkað fyrir viðskiptum með gjöfum?

Þar sem ég vinn fáum við senda talsvert af konfektkössum frá aðilum sem við eigum viðskipti við - er það spilling

Grímur (IP-tala skráð) 13.11.2019 kl. 20:08

2 identicon

Það er merkilegt hve fólk á auðvelt með að trúa starfsmanni sem var rekinn með skömm og fréttastofu sem ítrekað hefur farið með fleipur í baráttu sinni gegn Samherja. Sem stendur er ein kæra hjá lögreglu sem tengist Samherja. Það er kæra á hendur samstarfsaðila RUV í síðustu atlögu, Seðlabankanum. En það kemur ekki á óvart. Almennt eiga Íslendingar mjög auðvelt með að trúa því versta um fólk og refsigleði er þjóðaríþrótt. Sama hvort það eru glæpir þeirra sem standa sig betur en meðaljóninn eða ofbeldi karla sem eiga í forræðisdeilum. Galdrabrennurnar, Geirfinns og Lúkasarmálið voru engar undantekningar. Sekt er sjálfgefin og sakleysi þarf að sanna svo ekki sé neinn vafi. Aum vörn sem þjóðin leggur ekki trúnað á dugar skammt gegn fullyrðingum án sannana um glæpsamlegt athæfi. Betra að refsa 100 saklausum en að einn sekur sleppi við refsingu. Þannig er þjóðarsálin.

Vagn (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband