Dagpeningar á vinnustað?

ÉG undrast að forysta sjómanna skuli telja vinnustað sjómanna gefa rétt á dagpeningum. Samkvæmt reglum skattstjóra er um greiðslur að ræða til þeirra sem fara tilfallandi í burtu frá vinnustað. Sé nótur ekki lagðar á móti dagpeningum þá reiknast dagpeningar sem skattskyldar tekjur. Sjómenn ættu að greiða fæðisfé á kostnaðarverði en útgerðin borga kokkinum og sjá um aðstöðuna. Mötuneyti t.d. eins og í skólum landsins, spítölum og öðrum stórum vinnustöðum.  


mbl.is Sjómenn funda í baklandinu á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vekur furðru þegar fólk tjáir sig um mál sem það hefur ekki kynnt sér til hlýtar. Frúin, Helga Dögg, er að tjá sig um mál sem hún veit lítið um.

Þetta ágreiningsefni í deilu sjómanna og útgerðarmanna er vegna afskipta stjórnvalda 2009 (vinstrristjórn) á kjörum sjómanna með niðurfellingu á svokölluðum sjómannaafslætti. Hinn svokallaði sjómannaafsláttur kom inn í kjarasamninga sjómanna fyrir um fjórum áratugum þegar ríkisvaldið (stjórnvöld) skiptu sér af verkfalli sjómanna og buðu þennan skattaafslátt til lausnar  á deilunni sem þá var í gangi. Með einhliða afskiptum stjórnvalda 2009 við breytingu á lögum er vörðuðu sjómannaafsláttin var verið að rýra kjör sjómanna með lagaboði. þessi óheiðarlegu afskipti stjórnvalda eru orsök þeirrar vinnudeilu er nú stendur yfir.  Sjómenn eiga fullan rétt á að ná þeim kjarabótum er ríkisvaldið hefur svikist undan að standa við.

Með kveðju      -  Kristján S. Guðmundsson                

Kristján S. Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 08:53

2 identicon

Takk fyrir þetta.

Jú eitthvað hef ég fylgst með kjörum og kjarasamingum sjómanna og því var mér þetta ekki ókunnugt. Það breytir ekki skoðun minni að skattaafsláttur er annað tveggja, á alla þegna eða engann. Hvað mönnum þótti um þennan ráðahag stjórnvalda, bæði að setja á og taka af afsláttinn, er ábyggilega ágreiningsefni. Sjómenn eiga eins og aðrið að greiða fæðiskostnað sinn, ekki ríkisvaldið. Hvort þeir fá útgerðina til þess verður að koma í ljós. 

Við verðum seint sammála um þennan lið samningsins.

Með kveðju, Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband