Munur á gömlum og ungum

Hjá Akureyrarbæ gilda ákveðnar reglur um aldurstakmark þegar ráðið er í lausar stöður á sumrin. Þegar ég athugaði vinnu fyrir dóttur mín rak mig í rogastans. Lágmarksaldur starfsmanns á leikskóla er hærri en á dvalarheimili fyrir aldraða. Að vera börnum innan handar virðist krefjast meiri þroska og hærri aldurs en að sinna öldruðum inni á stofnun. Þetta er athyglisvert.

 


mbl.is Segir gengið á rétt sjúkraliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rebroff er sjálfur á ellilífeyrisaldri, en samt sem áður finnst mér að það eigi að gera meiri kröfur til þeirra sem sjá um og gæta barna fólks, en þeirra sem sinna okkur, gamla fólkinu. Við erum búin að lifa okkar lífi og skiptum engu máli fyrir gang samfélagsins, heldur er það frekar í þá áttina að okkar tilvist sé íþyngjandi fyrir það. Börnin eru hinsvegar framtíðin og skipta öllu máli. Hitt er svo annað mál, að sjúkraliðar sinna fleirum en öldruðum, þeirra góður störf eru unnin á öllum, almennum sjúkrahúsum. Það er því óhætt að segja að með því að manna stöður sjúkraliða með ómenntuðu starfsfólki, sem þess utan hefur lítt lærst að takast á við erfiðari þætti mannlegs lífs, sé verið að brjóta á rétti sjúkra ekkert síður en sjúkraliðanna.

Rebroff (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband