Neyslu okkar um að kenna

sagði Seðlabankastjóri í útvarpinu í dag. Menn draga ekki nóg úr neyslunni til að lækka verðbólguna. Af þeim sökum þarf að hækka stýrivexti. Gat ekki skilið hans öðruvísi. Enginn verður gjaldþrota sagði hann líka. Gott að vita, en sennilega verða nokkuð margir við hungurmörk. Það er ekki sama og gjaldþrot. Lán fólks hefur hækkað. 

Fólk getur farið í gömlu leiðina og farið í vertryggð lán aftur og borga ekki verðtrygginguna í afborguninni sagði hann. Hins vegar hverfur ekki verðtrygging láns, það bætist við eins og þeir sem eru í kringum sextugt þekkja. 

Kjaraviðræður komnar af stað. Verður fróðlegt að sjá hvernig þær þróast því Seðlabankastjóra er umhugað um verkalýðinn, það kom fram í máli hans. Hann og verkalýðsforystan eru í sama líði. Ætli þeir spili á sitthvorum vellinum, má spyrja sig.


mbl.is Vaxtahækkun truflar kjaraviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ofneysla hátekjufólks er efnahagsvandinn - Vísir

Lágtekjufólk hefur ekkert aukið neyslu sína því það hefur ekki haft efni á því, ekki einu sinni áður en vextirnir hækkuðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2022 kl. 21:54

2 identicon

Lágtekjufólk hefur fengið launahækkanir sem allar hafa farið í aukna neyslu.

Lán hækka ekki við stýrivaxtahækkun, vextir á óverðtryggð lán hækka. Þeir sem eru með verðtryggð lán finna ekkert fyrir þessari hækkun, hvorki lánið né vextirnir hækka. En það verður dýrara að kaupa sófasett á afborgunum.

Vegna þess að verðbólgan fer hér reglulega á skrið hefur frá því verðtryggingin var sett á verið hagstæðara til lengri tíma að vera með verðtryggð lán.

Vagn (IP-tala skráð) 24.11.2022 kl. 03:36

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vagn

"Lágtekjufólk hefur fengið launahækkanir sem allar hafa farið í aukna neyslu."

Lágtekjufólk getur ekki aukið neyslu sína umfram tekjur og þar sem þær hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu getur þeim ekki verið um að kenna.

"Þeir sem eru með verðtryggð lán finna ekkert fyrir þessari hækkun, hvorki lánið né vextirnir hækka."

Þetta er rangt því bæði hækkar skuldin og greiðslubyrðin í takt við verðbólgu og einnig hafa vextir vertryggðra lána farið hækkandi að undanförnu.

"En það verður dýrara að kaupa sófasett á afborgunum."

Enginn er að spá sérstaklega út í það þegar kemur að kaupum á íbúð, hvað sófasettið kostar, síst af öllum þau sem eiga sófasett fyrir.

"Vegna þess að verðbólgan fer hér reglulega á skrið hefur frá því verðtryggingin var sett á verið hagstæðara til lengri tíma að vera með verðtryggð lán."

Þetta er rangt eins og raunveruleg dæmi sýna. Verðtryggð lán eru alltaf óhagstæðari en óverðtryggð og þau hafa ýmsa aðra ókosti í för með sér.

Athugasemd þín felur því í sér rangar staðhæfingar, nokkurn veginn frá upphafi til enda.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2022 kl. 10:47

4 identicon

Reyndar er engin staðhæfinganna röng. Ég bara kýs að miða við raunveruleikann en ekki einhverja draumaheima þar sem ekki er reiknað með að launahækkanir fari í neyslu, enginn greinarmunur gerður á stýrivöxtum og verðbólgu og látið eins og engu skipti hvort króna sé borguð 1992 eða 2022.

Vagn (IP-tala skráð) 24.11.2022 kl. 13:08

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vagn. Þú ert frekar að miða við einhverja draumaheima heldur en raunveruleikann.

Að verðtryggð lán hækki ekki í 9,4% verðbólgu er einfaldlega rangt, þau hækka í sama takti og vísitalan.

Að þau séu hagstæðari er óverðtryggð lán er líka rangt, jafnvel þó reiknað sé með tímavirði peninga (ÁHK).

Skoðaðu bara samanburð í vefreiknivélum bankanna.

Dæmi frá Landsbankanum: verðtryggt 11,96% ÁHK - óverðtryggt 7,53% ÁHK. Tölur dagsins í dag.

Ertu að færa fram rangar staðhæfingar vísvitandi eða veistu bara ekki betur?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2022 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband