Gagnslausar eftir ákveðinn tíma

Velti fyrir mér hvort forsvarsmenn Strætó ætli að kanna hvort allar grímur veiti þá vörn sem þær eiga að gera. Falskt öryggi ef svo má segja. Gríma dugir ekki allan daginn. Hafi einstaklingur tekið grímuna niður, sett í vasann eða snert hana þá er hún gagnslaus. Gríman tapar eiginleikum sínum ef hún er snert innan sem utan. Gagnslaus gríma gerir ekkert gagn. Falskt öryggi.

Kenna þarf fólki um eiginleika grímunnar. Kenna þarf fólki að setja hana á sig. Kenna þarf fólki hreinlæti í kringum grímuna. Hendur þarf að spritta áður en maður setur grímuna á sig og tekur af. Henda á grímunni eftir notkun. Það er ekki nóg að skella á sig grímu og þá er allt öruggt, langt í frá.


mbl.is Grímuskyldu í Strætó haldið til streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef maður er opinber starfsmaður á Íslandi, og maður hefur tækifæri til að valda samborgurum sínum meiri óþægindum en nauðsynlegt er, nú, þá gerir maður það auðvitað, ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 31.7.2020 kl. 10:47

2 identicon

Gríman gerir meira til að vernda aðra heldur en sjálfan þig, þegar kemur að vernd annarra þá skiptir litlu máli hvort að búið er að snerta grímuna bak eða fyrir.

Hafandi sagt það, þá vissulega er það æskilegt að fylgja þeim leiðbeiningum sem þú setur fram til að vernda sig sjálfan.

Halldór (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 12:09

3 identicon

Þetta er rangt hjá þér. Þó gríma missi einhverja eiginleika til að vernda notendur við notkun og meðhöndlun þá er sú vörn ekki tilgangurinn með grímuskildunni. Grímur veitir áfram þá vörn sem þeim er ætlað að veita, að verja aðra gegn dropasmiti. Gríman tapar í einhverju eiginleikum sem ekki er verið að kalla eftir ef hún er snert innan sem utan.

Vagn (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband