Fólki er misboðið

Aumt er það klórið. Að Ólafur og reyndar aðrir barsetuþingmennirnir skuli á einhvern hátt reynda að klóra í bakkann gerir hann aumkunarverðan. Burt af þingi, þið eigið ekki traust þjóðar né þings með framkomu sem þið hafið sýnt. Vona að ykkur verði úthýst af öðrum þingmönnum, fyrr en seinna. 


mbl.is „Hjáseta í hnífaköstum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Það er út af Ólafi Ísleifssyni sem ég hætti að kjósa Flokk fólksins fyrir nokkrum árum. Hann sannaði sig sem pólítiskt viðrini stuttu eftir að hann komst á þing.

Það sama má segja um hinn rógberann, Gunnar Braga. Báðir eru pólískar gólfmottur sem þjónka vinstrahyskinu. Bezt væri að Gunnar yrði rekinn úr Miðflokknum og kæmist síðan ekki á neinn framboðslista, ekki frekar en Ólafur.

Að kenna áfenginu um eigið illa innræti er löðurmannlegt.

Aztec, 1.12.2018 kl. 19:23

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég held að það sé hollt fyrir okkur öll að hafa í huga orð Jesú Krists þegar komið var með bersynduga konu sem staðin var að hórdómi. Hann sagði: "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini", ásakendur hennar vildu að hún yrði grýtt.

Ég held við ættum öll að hugsa okkar gang, ekki bara gang annarra. Við hugsum margt sem ekki er tilhlýðilegt, segjum margt sem ekki er gott og ekki hlerað og gerum ýmislegt sem enginn sér, að við teljum. En einn er sá sem að lokum mun dæma alla menn, Hann er sá sem allt sér, allt heyrir og hugsanir okkar eru Honum ekki huldar.

Með áframhaldandi fjaðrafoki yfir þessum rangindum sýnum við okkur sjálf engu betri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.12.2018 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband