Það sem ekki má ræða meðal margra kennara,

nema vera kallaður transfóbískur eða með hatursorðræðu, eru lyfjagjafir barna sem telja sig annað kyn en það fæddist og skurðaðgerðir á þeim. Danir bakka örlítið í meðhöndlun transbarna. Ganga ekki nógu langt líkt og Bretland, Finnlandi og Svíþjóð. Hef undanfarin ár sett mig upp á móti þeirri translest sem fer um landið með þeim aðilum, Transsamtökunum 78, sem fer fyrir lestinni. Veita á börnum sem eru í kynáttunarvanda sálfræðimeðferð til að aðstoða þau í gegnum ferlið. Norskir foreldrar hafa kallað eftir hlutlausri ráðgjöf, telja transfólk ekki vel til þess fallið. Það er líka í augum sumra kennara fóbísk umræða.

Danska regnbogaráðið hefur lagt hönd á plóg við að koma málinu í þennan farveg í Danaveldi. Mörg börn mega þakka þeim vinnuna, áræðnina og viljann til að vernda börn frá hormónablokkandi lyfjum og hnífnum. Að þeirra mati á að stoppa þetta alveg. Ekki fækka börnum heldur hætta meðhöndlun með lyfjum. Engra rannsókna er þörf, búið að rannsaka málið í öðrum löndum og niðurstöðurnar skelfilegar fyrir börn. Forstjóri kyndeildarinnar, Dr. Mette Ewers Haahr, PhD., horfir til gamalla rannsókna þegar hún ver gjörðir sínar og á eldri einstaklingum. Nauðsynlegt að hafa svona samtök til að veita aðhald.

Ekki er langt síðan ég átti spjall við kennara á KÍ þinginu sem staðhæfði að enginn skaði væri af hormónagjöfum barna. Þau gætu hætt við hvenær sem er í ferlinu og allt yrði afturkræft. Vítavert kæruleysi. Bind von mín við að umræddur kennari hafa ekki upplýst nokkurt barn um þessa fávisku sína.

,,Það er sérstaklega alvarlegt að þetta er mjög sérhæfð lyfjameðferð. Kynhormónar breytir líkamanum varanlega, það vil segja, að ekki er hægt að bakka til þess sem maður var". Það þarf ekki mikið af lyfjum til þess."

”Det særligt alvorlige er, at det er en meget speciel medicinsk behandling. Kønshormoner giver varige forandringer på kroppen, og det vil sige, at man ikke sådan lige kan gå tilbage til ’den man var’. Der er ikke særlig meget medicin, der gør det.”

Greinina má lesa hér.


Bloggfærslur 6. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband