Kynferðisleg áreitni í boði þingmanna í búningsklefum kvenna

og fleiri verða fyrir því þegar fjölgun karlmanna sem skilgreina sig sem konu er veruleiki í búningsklefum kvenna í sundlaugum landsins. Lesið hér.

Þegar kynrænt sjálfræði var samþykkt á þingi var sá fyrirvari ekki gerður að gengið er á réttindi kvenna í rýmum sem þeim eru ætlað, s.s. búningsklefa sundlauga og íþróttahús. Salernin hafa fengið að vera í friði, þökk sé þeim sem breyta þeim ekki.

Mörgum fannst þetta vitleysa í mér, málið mun aldrei ganga svo langt var sagt þegar ég hafði orð á þessu. Staðreynd í dag.

Af hverju bjóðum við ungum stúlkum, unglingsstúlkum og konum upp á að baða sig með hinu kyninu. Af hverju er virðingu þeirra misboðið á þennan hátt þingmenn? Stúlkur eru auðmýktar og móðgaðar. Réttur kvenna var tekin af þeim. Voru konur spurðar af þingmönnum? Var þessi staða yfirhöfuð íhuguð? Hvað kemur næst, búningsklefar grunnskólabarna? Fangelsið?

Þingmenn hafa skýrt kynferðislega áreitni á vinnustað:

,,Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg." Sjá hér.

Að karlmaður, sem skigreinir sig sem konu, og hefur líffæri karlmanns lætur sjá sig í búningsklefa stúlkna er auðmýkjandi og móðgandi aðstæður. Verið að msibjóða virðingu stúlkna og kvenna.

Það þarf ekki mikið til að karlmaður sem skilgreinir sig sem konu geti viðhaft grófari kynferðislega áreitni við sundlaugagesti, konur, unglingsstúlkur og stúlkubörn. Gæti orðið stutt í nauðgun. Þingmenn bjóða upp á möguleikann og hættuna. Endurheimtum svæði kvenna og látum ekki bjóða stúlkubörnunum okkar upp á þetta. Næg eru vandamálin fyrir hjá stúlkum, kvíði,lágt sjálfsmat, léleg mæting í skólann o.s.frv.


Bloggfærslur 20. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband