Hvað er þétt vinna?

Ég skil stundum ekki orðanotkun sáttasemjara né blaðamanna. Hvað er þétt vinna? Get ekki með nokkru móti skilið það. Blaðamenn eiga að vera færir í starfi sínu og breyta orðalaginu noti viðmælandi þeirra orð sem eiga ekki við. Óþarfi að endurtaka þvæluna.

Ég skil að mikil vinna (ætli það sé þétt vinna) er skipulögð í dag í húsi sáttasemjara. Síðan ljúka menn kjarasamningi, binda endahnút á viðræður með samningi, ná samningi en menn landa ekki kjarasamningi samkvæmt íslensku málfari. Við þurfum að passa að svona þvæla festist ekki í tungumálinu. 


mbl.is Búið að skipuleggja þétta vinnu í allan dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband