Þingmenn slá sér á brjóst

Það vantar ekki loftið í þingmennina sem nú slá sér á brjóst vegna flóttabarnanna. Virða á Barnasáttmálann og engar refjar. Fyrir stuttu sátu þessir þingmenn og fjölluðu um tálmunarfrumvarp Brynjars Níelssonar, þá vantaði allt loft í þá. Enginn hrópaði upp eða skrifaði greinar um að virða ætti Barnsáttmálann og láta börnin njóta réttar. Foreldraútilokun er nefnilega andlegt ofbeldi á börnum. Rannsóknir hafa sýnt að foreldraútilokun hefur sömu áhrif á börn og þau sem blessuð flóttabörnin sýna sem allir tala um. 

Samfélagið þarf að vakna upp gegn þessum fjanda. Lýðurinn þarf að hlusta á foreldra sem berjast gegn tálmunum og ekki síður þingheimur. Gef lítið fyrir þessi apalæti þingmanna að slá sér á brjóst nú. Atkvæðin skipta máli og fjölmiðlar sýna flóttabörnum athygli, ekki börnum sem búa við foreldraútilokun og kúgun af foreldrinu sem stjórnar barni.

Hér má sem dæmi lesa um hvernig foreldraútilokun virkar:

https://www.dv.is/frettir/2019/7/5/vikingur-hefur-ekki-sed-son-sinn-tvo-og-halft-ar-mer-lidur-eins-og-eg-hafi-misst-barn-thad-er-eins-og-sonur-minn-se-dainn/


Fjarlægðu færslu

Í gær, 4. júlí, kom inn á vef sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í kjaraviðræðum við ýmis félög og samtök. Þar stendur/stóð:
 
,,Kennarasamband Íslands
Kennarasamband Íslands hefur vísað ágreiningi aðila um mat á menntun grunnskólakennara til úrskurðar Félagsdóms. Þar til niðurstaða liggur fyrir í því máli er hlé á viðræðum við Kennarasambandið og hefur viðræðuáætlun því ekki verið endurnýjuð."
 
Á vef KÍ stendur:
,,Ljóst er að samningaviðræður á opinberum markaði hafa gengið hægt að undanförnu. Rösklega 200 kjarasamningar eru nú lausir í landinu og samningar aðildarfélaga KÍ í flokki þeirra síðustu sem hafa losnað eða eru við það að losna. Enn fremur liggur fyrir að fundahöld munu liggja niðri þennan mánuðinn vegna sumarleyfa hjá Sambandinu og sumarlokunar hjá Ríkissáttasemjara."
 
Þetta eru ekki samhljóma yfirlýsingar, hverju skal trúa.
 
Merkilegt, samband íslenskra sveitarfélaga tók út umrædda færslu og hún sést ekki í dag 5. júlí. Ekkert stendur um kjaraviðræður grunnskólakennara. 

 


Bloggfærslur 5. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband