Gullgrafaraæðið í rénun

Mörg fyrirtæki tengd ferðaþjónustu spruttu upp þegar ferðamannafjöldinn var hvað mestur, allir vildu græða og vera með. Verð á ferðum, þjónustu, mat og öðru var sprengt upp svo um munaði. Hefur ekkert með stöðu gengis að gera nema að nú fá þessir ferðaþjónustuaðilar minna í vasann, þeir gætu lækkað verð til að koma á móts við ferðamennina. Gott að sigta aðeins úr þessum geira.


mbl.is Á von á grisjun í ferðaþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svart hagkerfi í þessari starfssemi

Hvað skyldi mikið af fjármagni ekki skila sér upp á borð. Margir bjóða gistingu án þess að hafa til þess tilskilin leyfi og hvað þá að þeir borgi skatta af upphæðinni. Skattayfirvöld ættu að leggja mannskap og peninga í að ná í skottið á þeim sem stunda þessi viðskipti án leyfa.


mbl.is 14,7 milljarða tekjur af Airbnb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband