Framámenn í Kennarasambandi Íslands láku upplýsingum til fjölmiðla

Á nýaf­stöðnu þingi Kenn­ara­sam­bands Íslands reyndu for­ystu­sauðir Kenn­ara­sam­bands­ins að kúga lýð­ræðið innan sam­tak­anna. Þeim tókst það ekki. Þökk sé þing­full­trú­um.

En hvernig málið bar að er í alla staði óeðli­legt. Eins og gengur og ger­ist þurfa þing­full­trúar athygl­is­hlé því mis­jafnt er hve frum­mæl­endur ná til fólks. Allt í einu ýtir sessu­nautur við mér og spyr „veist þú eitt­hvað um þetta?“ og sýnir mér frétt á mbl.is, sem birt­ist kl. 10:56 þann 12. apr­íl, um að taka eigi áskorun til afgreiðslu á þing­inu, sem ég sat, eftir hádegi. Ég gapti. Þetta er málið sem verð­andi for­maður skrif­aði um á Stund­inni, sem ég hélt að væri hug­ar­órar í mann­in­um, hugs­aði ég. Af hverju, jú því lýð­ræðið hafði tal­að.

Það sem situr eftir hjá mér, hvernig geta fjöl­miðlar fengið upp­lýs­ingar um dag­skrár­lið sem verður eftir hádegi og birt er fyrir hádegi opin­ber­lega. Og ekki nóg með það, Félag fram­halds­skóla tísti kl.13:56 og tístið hljómar svo „Áskorun kemur fram á þing­inu um að til­von­andi for­maður KÍ end­ur­nýi umboð sitt #metoo #thing­ki2018“ Gera má ráð fyrir að for­maður Félags fram­halds­skóla­kenn­ara tísti fyrir hönd félags­manna sinna. Skammar­legt.

Það er ljóst að framá­menn í Kenn­ara­sam­bandi Íslands komu upp­lýs­ingum til fjöl­miðla áður en þing­full­trúar fengu upp­lýs­ingar um mál­ið. Áður en málið kom á dag­skrá og án þess að umræða færi fram. Hef bara aldrei kynnst öðru eins sið­leysi af hálfu for­ystu­manna stétt­ar­fé­laga. Þetta er lít­ils­virð­ing við kjörna full­trúa og félags­menn.

Vegna þessa trún­að­ar­brests af hálfu for­ystu­sauð­anna voru fjöl­miðlar eins og gráir kettir í kringum þingið til að fá nið­ur­stöðu úr mál­inu. Þeim  var brugðið að þing­full­trúar mætti þessu sið­leysi og svör­uðu kon­unum fullum hálsi. Lýð­ræðið hafði talað og tal­aði á þing­inu.

Mér er óskilj­an­legt hvernig for­menn, vara­for­menn, stjórn­ar­menn og aðrir sem sinna trún­að­ar­störfum fyrir sam­tökin geti komið svona fram, trún­að­ar­brest­ur. Við í félagi grunn­skóla­kenn­ara þurfum ekki að hafa áhyggjur af áfram­hald­andi setu for­yst­unnar því skipt verður á aðal­fundi um miðjan maí.

Því miður sýndu fjöl­miðlar for­ystu­sauði þeirra sem báru upp áskor­un­ina áhuga og það sem hún sagði end­ur­speglar ekki á nokkurn hátt skoðun allra félaga innan Kenn­ara­sam­bands Íslands. Kenn­ar­ar, hvaða nafni sem þeir nefnast, kusu lýð­ræð­is­lega um nýjan for­mann og ekk­ert gat og getur breytt því.

Mér þykir ámæl­is­vert að hópur kvenna í æðstu stöðum innan KÍ gangi fram með þessum hætti og leki upp­lýs­ingum og í reynd búnar að ákveða og til­kynna um atkvæða­greiðslu. Þetta er trún­að­ar­brot að mínu mati, en það er verk lög­fræð­ings KÍ að skera úr um það, því ég minni á að lög­lega kjörnir full­trúar vissu ekk­ert um mál­ið, kom eins og skratt­inn úr sauð­ar­leggn­um.

Með þeim tveimur greinum sem ég hef skrifað um málið hef ég komið atburða­rásinni og mínum skoð­unum á fram­færi. Ég taldi það nauð­syn­legt svo að kenn­arar fái inn­sýn í þá vald­níðslu sem átti sér stað á 7. þingi Kenn­ara­sam­bands Íslands.

Mér var gróf­lega mis­boð­ið!


mbl.is Taka afstöðu um áskorun á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband