Allt konur- til skammar

Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Það vantar karlmenn inn í þetta ráð og vonandi eru þeir tveir starfsmenn sem eru í ráðningarferli karlmenn. Ég undrast að ekki skuli auglýst í störfin heldur hér sé um geðþóttaákvörðun stjórnvalds að ræða. Það er 2018 ekki 1960 og svona vinnubrögð á að vera liðin tíð.


mbl.is Ný ráðuneytisstofnun tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og börnin fara ekki varhluta af ósætti foreldra og tálmun...

Hjálparbeiðni 10 ára drengs í Danaveldi hljómar svo;

,,Ég á mömmu og pabba sem geta ekki verið sammála. Um síðustu helgi var ég ekki sóttur af pabba og því komst ég ekki í skóla. Þau búa langt hvort frá öðru. Margt hefur gerst síðan þau skildu og ekki neitt gott fyrir mig. Hundurinn minn var seldur og ég var mjög leiður yfir því. Mamma og pabba geta ekki fundið út af ferðamátanum, yfirhöfuðið engu. Að mamma og pabbi séu reið hvort út í annað veldur að ég hef mikla magaverki og finn til í höfðinu nánast stanslaust. Ég hef verið frá skóla í langan tíma. Ég held sjálfur að  ég sé að missa vitið því þegar ég borðaði morgunmat hristist höndin mikið og ég hitti diskinn tvívegis með bollanum og missti brauðið mitt mörgum sinnum. Ég fer í annan skóla áður en sumarfríið byrjar og ég veit ekki hvernig mér líður með það. Til að komast í skólann í dag þarf ég að vakna kl. 06:00 og ég er svo þreyttur á morgnana. Hvað á ég að gera varðandi magann og höfuðið, vona að einhver geti svarað mér.”

Bresk rannsókn kemst að sömu niðurstöðu og drengurinn lýsir þegar könnuð voru áhrif deilna foreldra á börn. Þau finna til, bæði andlega og líkamlega rétt eins og 10 ára gamli drengurinn sem kallaði eftir hjálp til að fá svar við hvort hann sé að bilast.

Alvarlegar og langvarnadi deilur á milli foreldra skaða börn og lífsmöguleika þeirra. Þetta eru m.a. niðurstöður breskrar rannsóknar sem skoðaði áhrifin á börn þegar foreldrar deila. Þetta er hluti rannsóknar sem rannsakar hvaða atburðir og íhlutun hafa áhrif á börn á lífsleiðinni.

Á Íslandi eru málin ekkert öðruvísi, börnin líða fyrir axarsköft fullorðna fólksins. Þegar börnin verða fullorðin eiga þau við sama vanda að etja, tengjast illa öðrum og eiga í vandræðum í samböndum.


mbl.is Ofbeldi gengur ættlið fram af ættlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um mann fer hrollur

Þetta er skelfileg þróun. Að setja kvennaeðlið í öll sæti og ætla sér að rækja stjórnmálaafl með öðru kyninu er slæm þróun. Kvennalistinn á sínum tíma hafði önnur og göfugri markmið og stefnu, þá var þörf. Nú er þetta sýndarmennska sem hefur ekkert með stjórnmál að gera. Vona að Reykvíkingar beri gæfu til að halda þessum lista langt frá borgarstjórn.


mbl.is Ólöf leiðir Kvennahreyfinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó fyrr hefði verið

Lögnu tímabært að taka hart á málinu. Leggja meira fjármagn í að finna þá sem leigja út án leyfis. Við borgarar þessa lands eigum að leggja skattinum lið og tilkynna þá sem leigja út án leyfis. Auk þess á að þrengja enn frekar að þeim sem leigja út og leyfa hámark 30 daga án leyfis. Og dagarnir eiga að vera samfelldir. 

Það verður sennilega með þetta eins og skatt á ferðamenn, verður talað um það í mörg ár og ekkert gert af því menn greina á um leiðir og samfélagið verður af tekjum. En allir vilja að við lögum vegakerfið, stíga og bætum við salernum.

Látið verkin tala, nóg hefur þingheimur talað.


mbl.is Vill hert eftirlit með Airbnb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðvona amma-barnabörn fá ekki að kveðja

Mér þykir Bragi ekki hafa farið út fyrir starfssvið sitt þegar hann beitti sér fyrir að barnabörn fengju að kveðja ömmu sína, á meðan foreldrar stóðu í forsjárdeilu.

Kæra um kynferðisbrot er stunum notuð af mæðrum til að tálma umgengni, eins ljótt og það er. Og því miður engin viðurlög við því.

Mér þykir manngæska hafa ráðið för í gjörðum Braga þannig að börnin gætu hvatt ömmu sína og amman þau. Það er erfitt að liggja á dánarbeði og fá ekki að sjá barnabörn sín, sem maður hefur ekkert gert. 

Vona að Halldóra Mogensen sjái sóma sinn í að segja af sér eftir að hafa blásið málið upp í fjölmiðlum í stað þess að hafa þetta innan þingsins. Hún ætlaði sér meira en hún hafði efni á, allavega frá mínum bæjardyrum séð.


mbl.is Treystir reglum réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband