Til skammar það yfirlæti sem stjórn sýnir starfsfólki

Hreint til skammar það yfirlæti sem  stjórnin og forstjóri Hörpu sýnir starfsfólki sínu. Það er vonandi að starfsmenn skipti ekki um skoðun þó svo Svanhildur hafi gert það, skaðinn  er skeður. Svanhildur var tilbúin að þiggja þessi laun og væri það ekki fyrir uppsagnirnar væri hún enn á laununum. Mér þykir gott hjá VR að halda ekki viðburði í Hörpu og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið, það á ekki að sætta sig við þetta. Sama um almenning, sniðgangið Hörðu og N1 sem gerði slíkt hið sama fyrir forstjóra sinn, hækkaði mjög há laun í enn hærri laun.


mbl.is „Laun forstjóra hækkuðu ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband