Til skammar það yfirlæti sem stjórn sýnir starfsfólki

Hreint til skammar það yfirlæti sem  stjórnin og forstjóri Hörpu sýnir starfsfólki sínu. Það er vonandi að starfsmenn skipti ekki um skoðun þó svo Svanhildur hafi gert það, skaðinn  er skeður. Svanhildur var tilbúin að þiggja þessi laun og væri það ekki fyrir uppsagnirnar væri hún enn á laununum. Mér þykir gott hjá VR að halda ekki viðburði í Hörpu og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið, það á ekki að sætta sig við þetta. Sama um almenning, sniðgangið Hörðu og N1 sem gerði slíkt hið sama fyrir forstjóra sinn, hækkaði mjög há laun í enn hærri laun.


mbl.is „Laun forstjóra hækkuðu ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna kemur berlega í ljós ástæða þess að konur eru á lægri launum. Þarna er kona, launþegi, sem tekur að sér krefjandi starf fyrir laun sem enginn hæfur karlmaður hefði sætt sig við. Í ofanálag fær hún ekki greidd umsamin laun fyrstu mánuðina. Og er svo þvinguð af verkalýðsleiðtoga til að lækka við sig launin. Til hamingju konur.

Svo má benda á það að laun síðasta formanns VR voru hækkuð um 43% meðan laun almennra félagsmanna hækkuðu um 12,6%, og ekki var hann á neinum verkamannalaunum fyrir.

En það er athyglisvert að sjá verkalýðsleiðtoga nota krafta sína til að berjast fyrir lægri launum þeirra launþega sem sjálfir sjá um sína samningagerð. Það hlýtur að vera lítið að gera í því að berjast fyrir bættum kjörum launþega sem reiða sig á samningagerð verkalýðsleiðtoganna.

Vagn (IP-tala skráð) 8.5.2018 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband