18.10.2018 | 11:41
Foreldraútilokun / Foreldrafirring
Við skilnað er oft á tíðum ágreiningur um börn. Foreldrum er mislagið að hafa rétt barna sinna að leiðarljósi. Börn eru alltof oft notuð sem vopn í baráttu fullorðinna.
Í bók Kåre Fog, Alfahan eller tøffelhelt, segir:
Útbreidd hegðun meðal foreldra er að annað þeirra svertir hitt í eyru barna sinna þannig að lokum og alveg af sjálfu sér vilja börnin ekki hitta slæma foreldrið.
Þetta er hluti af heilaþvotti. Vandamálið getur verið á hvorn veginn sem er. Bæði kynin beita svona bolabrögðum, þó móðir geri það oftar. Til er hugtak yfir svona hegðun, Parental alienation syndrome, stytting hugtaksins er PAS (Kåre Fog, 2017). Á Íslandi hefur foreldraútilokun eða foreldrafirring verið notað yfir hugtakið. Hér verður hugtakið foreldraútilokun notað.
Gott væri að hafa svona hugtak aðgengilegt þegar forsjárdeila er tekin fyrir í réttarsal, hugtak sem hægt er að vísa til og allir vita hvað átt er við. Galli á gjöf Njarðar: margar konur í forsjármálum og hjá hinu opinbera neita að hegðunin sé til staðar, segir Kåre. Allt aðrar ástæður eru nefndar til sögunnar vilji barn ekki hitta foreldri sitt. Menn greinir á um hvort foreldraútilokun eigi sér stað í raunveruleikanum. Víða er hugtakið ekki notað þar sem sönnunarbyrðin er erfið, en þó viðurkenna sálfræðingar í einhverjum löndum foreldraútilokun (Kåre Fog, 2017). Samkvæmt Kåre Fog hefur Craig A. Childress reynt að breyta skilgreiningu um foreldraútilokun þannig að hægt sé að nota hana í réttarsal, sem er jákvætt. Allt bendir til að það hafi tekist.
Dönsku samtökin Pabbi tilkynntu að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mun viðurkenna foreldraútilokun sem sjúkdóm. WHO hefur nú þegar kynnt ICD-11, þannig að hægt sé að skipuleggja, nota, þýða og mennta fagfólk um allan heim um fyrirbærið (Foreningen Far, 2018).
Mikilvægt er að hafa í huga að foreldraútilokun getur verið meðvituð og ómeðvituð og umfangið mismunandi. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að afleiðingarnar geta verið afdrifaríkar, burtséð frá ástæðunni, á þroska og vöxt barns svo ekki sé talað um umgengnina. Ómeðvituð foreldraútilokun er algengust. Hún gerist þegar lögheimilisforeldri gleymir, í öllum látunum, að barn hefur stór eyru og er ekki meðvitað um að það tali stöðugt illa eða neikvætt um hitt foreldrið, beint og óbeint. Meðvitaða foreldraútilokunin (tilfinningaleg stjórnun á barni) er skaðlegust. Það gerist þegar lögheimilisforeldri talar viljandi illa um hitt foreldrið eða dregur barn inn í fullorðinsmál og innbyrðis deildur sem koma barninu ekki við (Bpm-Parental-Alienation-Awareness Skandinavien, e.d.).
Rannsakendur og sérfræðingar víðs vegar um heiminn hafa fundið út að þeir sem snúa börnum gegn öðrum fjölskyldumeðlimum er haldið persónuleikaröskun, geðveilu, orðið fyrir áfalli í æsku eða vilja bara hefna sín á hinu foreldrinu (Sillars, 2018). Rannsóknir á langtímaáhrifum foreldraútilokunar hafa litið dagsins ljós. Má nefna rannsóknir Baker og Ben-Ami, sem benda á að þunglyndi, alkahólismi, lágt sjálfsmat og erfiðleikar í samböndum séu fylgikvillar þeirra sem hafa búið við foreldraútilokun, slæmt umtal um annað foreldri sitt og fjarveru frá því af þeim sökum. Gögn rannsóknarinnar frá 2011 sýna að egni foreldri barni gegn hinu egnir það barninu gegn sjálfu sér. Þegar slíkt er gert láta áhrifin ekki á sér standa. Sjálfsmat og öryggi barns minnkar þegar það heyrir í sífellu að annað foreldri þess sé ekki nógu gott, elski það ekki og beri ekki umhyggju fyrir því (Baker og Ben-Ami, 2011). Börnum er talið trú um að foreldrið vilji ekki sjá það né umgangast. Börnum er talið trú um að hitt foreldrið sé vont og barninu sé betur borgið án þess. Heilaþvottur.
foreldrar sem beita slíkum bolabrögðum meiða börn sín segja Baker og Ben-Ami. Börn telja sig bera ábyrgð á þeirri hegðun og tilfinningum sem annað foreldrið lýsir sem hefur áhrif á sjálfsmat þess til hins verra. Og ekki bara á meðan tálmun á sér stað heldur og um alla framtíð. Hér er um langvarandi áhrif á börn að ræða. Foreldrar telja sér trú um að þeir geri barninu gott með að halda því frá hinu foreldrinu en í reynd skaðar ofbeldið barnið, til framtíðar. Neikvæð áhrif foreldraútilokunar er staðreynd. Barn sem heyrir í sífellu að annað foreldrið vilji ekkert með það hafa, að foreldrið sé einskis virði dregur þá ályktun að eitthvað sé að því sjálfu. Sjálfsásökun hefur áhrif á sjálfsmat sem leiðir af sér vandamál fyrir barnið fram á fullorðinsár (Baker og Ben-Ami, 2011). Þegar börn lifa við lágt sjálfsmat og óöryggi hefur það áhrif á skólagöngu og árangur í námi, vellíðan og þroska, svo ekki sé talað um áhrif þunglyndis á þau.
Á ráðstefnunni Leyfi til að elska sem fjallaði um áhrif foreldraútilokunar fyrir börn tóku frummælendur í sama streng, rétt eins og rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi. Frummælendur bentu líka á erlendar rannsóknir sem sýna að börnin séu líklegri til að skaða sig sjálf sem og glíma við sjálfsvígshugsanir. Í tilfellum þar sem barn er beitt líkamlegu ofbeldi eða vanrækslu af hálfu foreldris er afar sjaldgæft og jafnvel óheyrt að barnið afneiti því foreldri. Hins vegar segir [einn fummælendanna] að í tilfellum um foreldraútilokun sé það tilfellið í yfirgnæfandi meirihluta mála. Samtökin Barnaheill styðja að málaflokkurinn fái faglega umræðu. Á ráðstefnunni koma fram að i 10-15% tilfella er foreldraútilokun beitt erlendis eftir skilnað. (Barnaheill, 2017). Séu þessar tölur heimfærðar á Ísland má reikna með að nærri tvö hundruð börn búi við foreldraútilokun þar sem skilaðir eru tíðir hér á landi.
Foreldraútilokun er tálmun á umgengni. Illt umtal foreldris er til þess gert að koma í veg fyrir eðlilega umgengni. Barn sem sett er í slíkar aðstæður fer illa út úr þeim. Fullorðið fólk á að vera yfir slíka hegðun hafið, þó það vilji ná sér niðri á hinum aðilanum. Eins og Sillers (2017) segir Foreldraútilokun er andlegt og líkamlegt ofbeldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2018 | 13:48
Ótrúlegt hve málin ganga langt
Það er með ólíkindum hve langt málin ganga áður en þau eru stoppuð. Gullkista borgarinnar hlýtur að vera djúp.
![]() |
330 milljóna framúrkeyrsla Félagsbústaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2018 | 13:21
Úlfur, úlfur...
Níu ára sem olli ofbeldinu. Ég varð rétt í þessu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu barns, heyrist konan segja á upptökunni og var hún þá að tala við lögregluna."
![]() |
Sakaði svartan dreng um að snerta hana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2018 | 16:09
Eru konur, mæður, ömmur, frænkur og systur svona vondar?
Það má með sanni segja að ég skammist mín fyrir þær rúmlega 100 konur sem skrifa áskorun til þingmanna um að hafna frumvarpi sem gerir ólögmæta tálmun refsiverða. Þetta er eina brot á barni sem þær vilja að sé refsilaust. Velti fyrir mér af hverju? Af hverju sætta rúmlega 100 konur sig við að níða megi sálarlíf barns þannig niður. Hvað veldur? Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug til að ímynda mér af hverju þeim er svona illa við börn sem búa ekki við þau sjálfsögðu réttindi að umgangast báða foreldrar sína en fá það ekki. Af hverju styðja rúmlega 100 konur foreldri, karla og konur, í því ódæði sem ólögmæt tálmun er.
Foreldrafirring er eitt afbrigði tálmunar en þá svertir annað foreldrið hitt í eyru barna og gerir það afhuga foreldrinu. Af hverju sætta þessar konur sig við slíka meðferð á barni? Á bara ekki til orð.
Langtímaafleiðingar af slíku uppeldi eru skelfilegar og þarf ekki annað er skoða rannsóknir á fullorðnum einstaklingum til að sjá hvaða afleiðingar foreldrafirring hefur í för með sér. Af hverju ekki að grípa í taumana og refsa því foreldri sem fer svona illa með barn sitt. Væri það lamið þætti öllum það sjálfsagt, líklega þessum rúmlega 100 konum líka. En nei, við skulum ekki hjálpa þessum börnum sem níðst er svona á, snúum blinda auganu að og leyfum foreldri að meiða og skemma barn sitt. Margs konar ástæður liggja að baki þess að foreldri notar barnið sitt sem vopn og skjöld.
Konur sem skrifa undir svona áskorun eru með rörsýni eftir því sem ég best sé. Þær viðurkenna ekki að brotið sé á börnum þó sannar sögur séu sagðar. Mér þykja þetta vondar konur sem vilja ekki að löggjafinn grípa inn í svona framkomu gagnvart barni. Við eigum lög sem ná yfir annars konar ofbeldi gagnvart barni, s.s. barsmíðar, vanrækslu og kynferðislegt ofbeldi. Slikt ofbeldi fordæma allir, karlar og konur. Því ekki að hjálpa börnum sem búa við ólögmæta tálmun og reyna að fá foreldri til að láta af slíku ofbeldi gagnvart barni. Það hefur sýnt sig í þeim löndum sem refsirammi fyrir ólögmæta tálmun var tekin upp fækkaði þeim til muna, börnum til heilla. Málið snýst um að vernda börn frá gerræðislegri hegðun foreldris. Þessar rúmlega 100 konur eru á móti því og hafa skorað á þingheim að hafna málaflokknum. Skil ekki hvað þeim gengur til að gera börnum þetta.
Ég vona að þingmenn, allir sem einn, sjái að á þessum málaflokki þarf að taka, þó fyrr hefði verið. Þeir ná kannski ekki að bjarga þeim börnum sem hafa mátt sætta sig við slíkt ofbeldi af hálfu foreldri, ólögmæta tálmun. En framtíðarbörnin sjá kannski ljós í myrkrinu og vona að yfirvöld stoppi þessa ljótu hegðun foreldris sem hefur svo afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir barnssálina.
12.10.2018 | 15:05
Háskólastofnun til skammar
Hreint ótrúlegt að fylgjast með þessum frasa. Að nokkurri menntastofnun detti í hug að víkja starfsmanni úr starfi vegna málfrelsis er með ólíkindum. HR setur niður við þennan gjörning og má ætla að umræður um hin ólíkum málefni fái ekki að blómstra innan veggja háskólans miðað við þennan gjörning. En allt tekur enda og þetta mál líka. Virðist stefna í uppgjör í dómssal. Verður fróðlegt að fylgjast með.
![]() |
Horft á heildarmynd, ekki einstök atvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2018 | 19:09
Óásættanleg framkoma HR
Það á ekki að líða svona framkomu af hálfu skólans. Maðurinn á að leita réttar síns. Engin áminning. Brotið er ekki þess eðlis að það krefjist brottreksturs að mínu mati.
![]() |
Kristinn biður konur afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.10.2018 | 11:46
Skelfileg þróun
Mann setur hljóðan við fréttir eins og þessa. Þróunin er skelfilegt og þær aðferðir sem við höfum notað virðast ekki skila sér. Grunnskólabörn veipa í auknu mæli og má vissulega setja aðvörunarmerki við þá þróun. Hve langur tími líður, frá upphafi reykinga (veipsins), þar til þau blanda sterkari eiturefnum til að sjúga að sér.
![]() |
Leita nýrra leiða með kókaín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)