Eru konur, mæður, ömmur, frænkur og systur svona vondar?

Það má með sanni segja að ég skammist mín fyrir þær rúmlega 100 konur sem skrifa áskorun til þingmanna um að hafna frumvarpi sem gerir ólögmæta tálmun refsiverða. Þetta er eina brot á barni sem þær vilja að sé refsilaust. Velti fyrir mér af hverju? Af hverju sætta rúmlega 100 konur sig við að níða megi sálarlíf barns þannig niður. Hvað veldur? Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug til að ímynda mér af hverju þeim er svona illa við börn sem búa ekki við þau sjálfsögðu réttindi að umgangast báða foreldrar sína en fá það ekki. Af hverju styðja rúmlega 100 konur foreldri, karla og konur, í því ódæði sem ólögmæt tálmun er.

Foreldrafirring er eitt afbrigði tálmunar en þá svertir annað foreldrið hitt í eyru barna og gerir það afhuga foreldrinu. Af hverju sætta þessar konur sig við slíka meðferð á barni? Á bara ekki til orð.

Langtímaafleiðingar af slíku uppeldi eru skelfilegar og þarf ekki annað er skoða rannsóknir á fullorðnum einstaklingum til að sjá hvaða afleiðingar foreldrafirring hefur í för með sér. Af hverju ekki að grípa í taumana og refsa því foreldri sem fer svona illa með barn sitt. Væri það lamið þætti öllum það sjálfsagt, líklega þessum rúmlega 100 konum líka. En nei, við skulum ekki hjálpa þessum börnum sem níðst er svona á, snúum blinda auganu að og leyfum foreldri að meiða og skemma barn sitt. Margs konar ástæður liggja að baki þess að foreldri notar barnið sitt sem vopn og skjöld.

Konur sem skrifa undir svona áskorun eru með rörsýni eftir því sem ég best sé. Þær viðurkenna ekki að brotið sé á börnum þó sannar sögur séu sagðar. Mér þykja þetta vondar konur sem vilja ekki að löggjafinn grípa inn í svona framkomu gagnvart barni. Við eigum lög sem ná yfir annars konar ofbeldi gagnvart barni, s.s. barsmíðar, vanrækslu og kynferðislegt ofbeldi. Slikt ofbeldi fordæma allir, karlar og konur. Því ekki að hjálpa börnum sem búa við ólögmæta tálmun og reyna að fá foreldri til að láta af slíku ofbeldi gagnvart barni. Það hefur sýnt sig í þeim löndum sem refsirammi fyrir ólögmæta tálmun var tekin upp fækkaði þeim til muna, börnum til heilla. Málið snýst um að vernda börn frá gerræðislegri hegðun foreldris. Þessar rúmlega 100 konur eru á móti því og hafa skorað á þingheim að hafna málaflokknum. Skil ekki hvað þeim gengur til að gera börnum þetta.

Ég vona að þingmenn, allir sem einn, sjái að á þessum málaflokki þarf að taka, þó fyrr hefði verið. Þeir ná kannski ekki að bjarga þeim börnum sem hafa mátt sætta sig við slíkt ofbeldi af hálfu foreldri, ólögmæta tálmun. En framtíðarbörnin sjá kannski ljós í myrkrinu og vona að yfirvöld stoppi þessa ljótu hegðun foreldris sem hefur svo afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir barnssálina.

 


Háskólastofnun til skammar

Hreint ótrúlegt að fylgjast með þessum frasa. Að nokkurri menntastofnun detti í hug að víkja starfsmanni úr starfi vegna málfrelsis er með ólíkindum. HR setur niður við þennan gjörning og má ætla að umræður um hin ólíkum málefni fái ekki að blómstra innan veggja háskólans miðað við þennan gjörning. En allt tekur enda og þetta mál líka. Virðist stefna í uppgjör í dómssal. Verður fróðlegt að fylgjast með. 


mbl.is Horft á heildarmynd, ekki einstök atvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband