Vont ef tölurnar eru ekki réttar

Bagalegt að hafa ekki réttar tölur. Við konur tökum þessu mjög alvarlega. Það sást í dag. Teljum okkur bara fá  um 75% af launum karlpunganna. „Töl­fræði Hag­stof­unn­ar um at­vinnu­tekj­ur manna tek­ur ekki til­lit til vinnu manna, vinnu­tíma, mennt­un­ar, reynslu, manna­for­ráða eða annarra þátta sem jafn­an er litið til í launa­könn­un­um sem gerðar eru til að kanna kyn­bund­in launamun,“

Reyndar eru margar stéttir með sömu laun óháð kyni. Hvar er launamuninn að finna. Í fjársýslunni og stjórnunarstöðunum þar? Væri forvitnilegt að greina launamuninn betur niður. 


mbl.is Rangar ályktanir um launamun kynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komnar út fyrir mörkin

,,Hingað til hef­ur höfuðáhersla verið lögð á kyn­bund­inn launamun á kvenna­frí­deg­in­um en nú virðist sem skil­grein­ing á kvenna­fríi sé orðin víðtæk­ari."

Að mínu mati eru við komnar langt út úr fyrir mörkin. Kjarabarátta og jöfn laun fyrir sömu störf eiga að vera til umræðu á þessum degi. Hver hefur breytt markmiðum dagsins, velti því fyrir mér. Ekki hinn almenni launamaður heyrist mér.

Mér var það mikill heiður að standa á Lækjartorgi 1975, fyrsta baráttudegi kvenna fyrir jöfnum kjörum. Þörfin var veruleg. Í dag held ég mig heima. Baráttuandinn hefur breyst. 


mbl.is „Ofbeldið er alls staðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband