Ansi kvenlæg ráðstefna

Merkilegt þegar jafnréttisstofa á í hlut að jafnvægi kynjanna sé ekki í heiðri höfð. Þeir frummælendur sem ég hlustaði á, Sigríður Vilhjálmsdóttir og Jenný Kristín Valberg, tala nánast mál kvenna. Andrés Ragnarsson sálfræðingur benti réttilega á að karlmenn búa við gagnkvæmt ofbeldi, það upplýsa skjólstæðingar Heimilisfriðar. Verst er að börnin fá litla sem enga athygli.


mbl.is Ráðstefna um heimilisofbeldismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of geyst...eða airbnb

Spurning hvort menn hafi farið of geyst við uppbyggingu hótela og gistiheimila. Eða hvort airbnb taki þorra ferðamanna til sín. 


mbl.is „Bullandi tap“ í landsbyggðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldraútilokun / Foreldrafirring

Við skilnað er oft á tíðum ágreiningur um börn. Foreldrum er mislagið að hafa rétt barna sinna að leiðarljósi. Börn eru alltof oft notuð sem vopn í baráttu fullorðinna.

Í bók Kåre Fog, Alfahan eller tøffelhelt, segir:

„Útbreidd hegðun meðal foreldra er að annað þeirra svertir hitt í eyru barna sinna þannig að lokum „og alveg af sjálfu sér“ vilja börnin ekki hitta slæma foreldrið.“

Þetta er hluti af heilaþvotti. Vandamálið getur verið á hvorn veginn sem er. Bæði kynin beita svona bolabrögðum, þó móðir geri það oftar. Til er hugtak yfir svona hegðun, „Parental alienation syndrome“, stytting hugtaksins er PAS (Kåre Fog, 2017). Á Íslandi hefur foreldraútilokun eða foreldrafirring verið notað yfir hugtakið. Hér verður hugtakið foreldraútilokun notað.

Gott væri að hafa svona hugtak aðgengilegt þegar forsjárdeila er tekin fyrir í réttarsal, hugtak sem hægt er að vísa til og allir vita hvað átt er við. Galli á gjöf Njarðar: margar konur í forsjármálum og hjá hinu opinbera neita að hegðunin sé til staðar, segir Kåre. Allt aðrar ástæður eru nefndar til sögunnar vilji barn ekki hitta foreldri sitt. Menn greinir á um hvort foreldraútilokun eigi sér stað í raunveruleikanum. Víða er hugtakið ekki notað þar sem sönnunarbyrðin er erfið, en þó viðurkenna sálfræðingar í einhverjum löndum foreldraútilokun (Kåre Fog, 2017). Samkvæmt Kåre Fog hefur Craig A. Childress reynt að breyta skilgreiningu um foreldraútilokun þannig að hægt sé að nota hana í réttarsal, sem er jákvætt. Allt bendir til að það hafi tekist.

Dönsku samtökin Pabbi tilkynntu að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mun viðurkenna foreldraútilokun sem sjúkdóm. WHO hefur nú þegar kynnt ICD-11, þannig að hægt sé að skipuleggja, nota, þýða og mennta fagfólk um allan heim um fyrirbærið (Foreningen Far, 2018).

Mikilvægt er að hafa í huga að foreldraútilokun getur verið meðvituð og ómeðvituð og umfangið mismunandi. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að afleiðingarnar geta verið afdrifaríkar, burtséð frá ástæðunni, á þroska og vöxt barns svo ekki sé talað um umgengnina. Ómeðvituð foreldraútilokun er algengust. Hún gerist þegar lögheimilisforeldri gleymir, í öllum látunum, að barn hefur stór eyru og er ekki meðvitað um að það tali stöðugt illa eða neikvætt um hitt foreldrið, beint og óbeint. Meðvitaða foreldraútilokunin (tilfinningaleg stjórnun á barni) er skaðlegust. Það gerist þegar lögheimilisforeldri talar viljandi illa um hitt foreldrið eða dregur barn inn í fullorðinsmál og innbyrðis deildur sem koma barninu ekki við (Bpm-Parental-Alienation-Awareness Skandinavien, e.d.).

Rannsakendur og sérfræðingar víðs vegar um heiminn hafa fundið út að þeir sem snúa börnum gegn öðrum fjölskyldumeðlimum er haldið persónuleikaröskun, geðveilu, orðið fyrir áfalli í æsku eða vilja bara hefna sín á hinu foreldrinu (Sillars, 2018). Rannsóknir á langtímaáhrifum foreldraútilokunar hafa litið dagsins ljós. Má nefna rannsóknir Baker og Ben-Ami, sem benda á að þunglyndi, alkahólismi, lágt sjálfsmat og erfiðleikar í samböndum séu fylgikvillar þeirra sem hafa búið við foreldraútilokun, slæmt umtal um annað foreldri sitt og fjarveru frá því af þeim sökum. Gögn rannsóknarinnar frá 2011 sýna að egni foreldri barni gegn hinu egnir það barninu gegn sjálfu sér. Þegar slíkt er gert láta áhrifin ekki á sér standa. Sjálfsmat og öryggi barns minnkar þegar það heyrir í sífellu að annað foreldri þess sé ekki nógu gott, elski það ekki og beri ekki umhyggju fyrir því (Baker og Ben-Ami, 2011). Börnum er talið trú um að foreldrið vilji ekki sjá það né umgangast. Börnum er talið trú um að hitt foreldrið sé vont og barninu sé betur borgið án þess. Heilaþvottur.

 

foreldrar sem beita slíkum bolabrögðum meiða börn sín segja Baker og Ben-Ami. Börn telja sig bera ábyrgð á þeirri hegðun og tilfinningum sem annað foreldrið lýsir sem hefur áhrif á sjálfsmat þess til hins verra. Og ekki bara á meðan tálmun á sér stað heldur og um alla framtíð. Hér er um langvarandi áhrif á börn að ræða. Foreldrar telja sér trú um að þeir geri barninu gott með að halda því frá hinu foreldrinu en í reynd skaðar ofbeldið barnið, til framtíðar. Neikvæð áhrif foreldraútilokunar er staðreynd. Barn sem heyrir í sífellu að annað foreldrið vilji ekkert með það hafa, að foreldrið sé einskis virði dregur þá ályktun að eitthvað sé að því sjálfu. Sjálfsásökun hefur áhrif á sjálfsmat sem leiðir af sér vandamál fyrir barnið fram á fullorðinsár (Baker og Ben-Ami, 2011). Þegar börn lifa við lágt sjálfsmat og óöryggi hefur það áhrif á skólagöngu og árangur í námi, vellíðan og þroska, svo ekki sé talað um áhrif þunglyndis á þau.

Á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ sem fjallaði um áhrif foreldraútilokunar fyrir börn tóku frummælendur í sama streng, rétt eins og rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi. Frummælendur bentu líka á erlendar rannsóknir sem sýna að börnin séu líklegri til að skaða sig sjálf sem og glíma við sjálfsvígshugsanir. „Í tilfellum þar sem barn er beitt líkamlegu ofbeldi eða vanrækslu af hálfu foreldris er afar sjaldgæft og jafnvel óheyrt að barnið afneiti því foreldri. Hins vegar segir [einn fummælendanna] að í tilfellum um foreldraútilokun sé það tilfellið í yfirgnæfandi meirihluta mála.“ Samtökin Barnaheill styðja að málaflokkurinn fái faglega umræðu. Á ráðstefnunni koma fram að i 10-15% tilfella er foreldraútilokun beitt erlendis eftir skilnað. (Barnaheill, 2017). Séu þessar tölur heimfærðar á Ísland má reikna með að nærri tvö hundruð börn búi við foreldraútilokun þar sem skilaðir eru tíðir hér á landi.

Foreldraútilokun er tálmun á umgengni. Illt umtal foreldris er til þess gert að koma í veg fyrir eðlilega umgengni. Barn sem sett er í slíkar aðstæður fer illa út úr þeim. Fullorðið fólk á að vera yfir slíka hegðun hafið, þó það vilji ná sér niðri á hinum aðilanum. Eins og Sillers (2017) segir „Foreldraútilokun er andlegt og líkamlegt ofbeldi“.


Bloggfærslur 18. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband