31.1.2023 | 09:22
Persónuleg deila?
Þetta verkalýðsstríð er orðið of persónulegt. Væri ekki lag að fjarlægja efstu hausana og sjá hvað myndi gerast. Skelfilegt fyrir þjóðina að horfa upp á þau tvö láta eins og óvitar í kjarabaráttu Eflingar. Segi enn, vantar yfirlýsingu frá hinum forkólfunum að þeir geri ekki kröfu um opnun samninga þó Efling nái einhverju betra en þeir hafa gert. Halldór Benjamín notar það sem ástæðuna fyrir að SA geti ekki samið við Eflingu. Væri sá þröskuldur fjarlægður veit enginn hvað hann notar næst. Þannig gætu verkalýðsfélögin staðið saman sem dæmi.
![]() |
Misbauð að horfa á Sólveigu fagna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2023 | 10:54
,,Það er ekki réttlætanlegt að segja foreldrum ungs fólks sem upplifir transgenderisma að án leiðréttingarmeðferða sé ungmenni í sjálfsvígshættu."
Finnskur prófessor í kynkvíðameðferð skrifaði grein. Hún er á finnsku. Kann ekki tungumálið. Lét þýðingarforrit þýða greinina. Tókst með ágætum. Hér að neðan eru áhugaverð ummæli frá prófessornum.
Margir kennarar líta á svona upplýsingar sem transfóbískar og hafna greinum sem þessari inn á snjáldursíðu kennara. Hafa fyrir því að kvarta undan mér þegar ég set fræðsluefni af þessum toga inn á síðuna. Þeir sem fara fremstir í flokki vilja bara einhliða fræðslu og það er börnum ekki til heilla á nokkurn hátt. Hvet ykkur til að lesa grein Kaltiala í heild sinni, áhugaverð og fræðandi.
- KALTIALA hefur borið ábyrgð á mati á ungu fólki sem upplifir kynjakvíða á Tampere háskólasjúkrahúsinu (Tays) frá því að starfsemin hófst árið 2011.
- Undanfarin tíu ár hefur Kaltiala einnig birt fjölda rannsókna á málefnum sem tengjast kynvitund ólögráða barna. Hún er alþjóðlega virtur sérfræðingur á þessu sviði.
- Prófessor í kynkvíðameðferð unglinga segir nei við löglegri kynleiðréttingu fyrir ólögráða börn.
- Þegar Kaltiala tók verkefnið að sér voru vandamál tengd kynvitund barna og ungmenna enn sjaldgæf. Frá árinu 2015 hefur fjöldi sjúklinga tífaldast og sjúklingahópurinn breyst," segir hún.
- Finnsk rannsókn leiddi í ljós að sálræn líðan margra þeirra sem fengu hormónameðferð sem ólögráða börn batnaði ekki heldur versnaði.
- Hins vegar upplifa fjögur af hverjum fimm börnum sem samsama sig gagnstæðu kyni á annan hátt á kynþroskaskeiði.
- Ungt fólk gerir tilraunir með mismunandi sjálfsmyndir og hefur tilhneigingu til að stinga upp á því. Í einum aðstæðum finnst honum hann vera eitt og í öðru er hann annað. Það er eðlilegt á unglingsárunum.
- Hún bendir á að ungt fólk hafi alltaf tjáð mismunandi sjálfsmynd og tilheyrt hópi í gegnum til dæmis klæðaburð, hárgreiðslu og tungumál.
- Ef þeir vilja nota aðalsmerki hins kynsins er engin ástæða til að halda því í skefjum, en ekki að styrkja það.
- Þrír af hverjum fjórum sjúklingum eiga einnig við alvarleg geðræn vandamál að stríða.
- Kaltiala segir að bregðast verði við geðrænum og þroskavanda, námserfiðleikum og aðstæðum sem krefjast barnaverndarráðstafana óháð kynreynslu ungs fólks.
- Margt ungt fólk grípur þó til þeirrar hugmyndar sem boðið er upp á í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum að önnur vandamál þeirra stafi einnig af kynjaátökum og verði leyst ef aðrir fara að sjá þau af réttu kyni. Það mun hins vegar ekki gerast," segir Kaltiala.
- Rannsóknir hafa sýnt að allir sjúklingar eru úr sama skóla eða jafnvel úr sama vinahópi.
- ,,Það er ekki réttlætanlegt að segja foreldrum ungs fólks sem upplifir transgenderisma að án leiðréttingarmeðferða sé ungmenni í sjálfsvígshættu."
- Aðgerðarsinnar og samtök sem kalla eftir hormónameðferðum fyrir ÓLÖGRÁÐA BÖRN og lagalegri viðurkenningu kynjanna, eins og Seta, ítreka oft að trans ungmenni séu í aukinni sjálfsvígshættu og þurfi því nauðsynlega á meðferð og stuðningi að halda.
- ,,Þetta eru tilhneigingar til villandi upplýsingagjafar, miðlun þeirra er óábyrg," segir Kaltiala.
- ,,Andlega heilbrigðir unglingar sem upplifa kynferði sitt öðruvísi en líffræðilegir líkamar eru ekki sjálfkrafa í sjálfsvígshugleiðingum."
- Í stórri sænskri skráningarrannsókn jókst dánartíðni vegna sjálfsvíga hins vegar greinilega meðal fullorðinna sem fengu kynleiðréttingarmeðferðir.
- ,,Það er því ekki réttlætanlegt að segja foreldrum ungs fólks sem upplifir transgenderisma að ungmennið sé í sjálfsvígshættu án leiðréttingarmeðferða og að hægt sé að koma í veg fyrir hættuna með kynleiðréttingarmeðferðum," segir Kaltiala.
- Finnsk rannsókn leiddi í ljós að sálræn líðan margra þeirra sem fengu hormónameðferð sem ólögráða börn batnaði ekki heldur versnaði.
- ,,Ég vil gjarnan hugsa til þess að fullorðnir sem hafa sjálfir fengið aðstoð frá kynleiðréttingu hafi viljað fara út og bjarga börnum og ungmennum. En þá skortir skilning á því að barn er ekki lítill fullorðinn einstaklingur."
- Kaltiala segir að fullorðnir geti einnig tekið skyndiákvarðanir um kynleiðréttingu. Börn og ungmenni eiga þó sérstakan rétt á umönnun og vernd.
- ,,Þess vegna geta þeir heldur ekki strax fengið allt sem þeir vilja núna."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2023 | 20:30
Fleiri vilja losna við systursamtök transsamtakanna 78
úr kennslu í grunnskólum Kaupmannahafnar. Bæjarstjórinn sem fer með málefni unga fólksins (børne- og ungdomsborgmester i København) vonar að samningur verði ekki endurnýjaður við Nonstormerne (sbr.transsamtökin 78). Fleiri stjórnmálamenn hallast að sömu skoðun. Umræðan um samtökin fór aftur af stað eftir að þau réðu einstakling til að hanna fræðsluefni fyrir börn í 1.-4. bekk (í Danmörku er það 0.-3. klasse). Fréttin kom í Berliske tidende (því miður opnast ekki öll fréttin).
Jakob telur kennslu samtakanna ekki eiga heima hjá 6-7 ára gömlum börnum og þar er ég sammála honum. Börnin eiga ekki að hugsa um þessi mál segir hann. Leikskólar hér á landi flagga veggspjöldum með staðreyndarvillum og segjast vilja upplýsa börn, 2-6 ára, og foreldra að kynin geti verið fleiri en tvö. Það er staðreyndarvilla rétt eins og við giskum á kyn við fæðingu barns eins og stendur á veggspjaldinu. Hvað gefur leikskólakennurum leyfi til að innræta börnum slíkar staðreyndarvillur. Foreldrar verða að vakna af þessum Þyrnirósarsvefni gagnvart svona málflutningi, eða innrætingu eins og margir myndu kalla það, inni á stofnunum. Svo ég tali nú ekki um yfirvöld sem virðast meðvirk með translestinni.
Andreas Rasch-Christensen prófessor (sjá neðar) segir: ,,Yngstu börnin eru mjög móttækileg fyrir því sem borið er á borð fyrir þau. Þau verða fyrir miklum áhrifum þar. Að spyrja gagnvirkra spurninga kemur fyrst síðar. Velti fyrir mér hvort að þá verði ekki búið að heilaþvo blessuð börnin t.d. hér á landi með staðreyndarvillum um líffræðina á veggspjaldi, að kynin séu fleiri en tvö. Þá kemur að hlutverki grunnskólakennara að vefja ofan af vitleysunni.
Andreas Rasch-Christensen, der er forskningschef ved Forskningscenter for Pædasgogik og Dannelse ved professionshøjskoeln VIA University College, udtaler at
De ynglste vil være meget modtagelige over for den opfattelse, de får serveret. Der vil man i høj grad præge dem. Det her med at stille modspørgsmål, det kommer først senere.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2023 | 09:42
Unglingsstúlkur, átröskun og kynátturnarvandi
Eliza Mondegree hefur skoðað hugmyndafræðina um kynáttunarvanda og skrifaði bók um hve einkenni anorexía og kynáttunarvandi hjá unglingsstúlkum eru lík - og muninn á meðferðarúrræðum sem notuð er. Hún glímdi sjálf við átröskun.
Hef víða lesið að stór hluti stúlkna sem glíma við kynáttunarvandann eiga við andlega vanlíðan að stríða og telja svo að kynskipti sé lausnina á öllu án þess að fá bót á meinum sem fyrir voru. Margir telja okkur komin á hættulega braut í þessum efnum og unglingsstúlkur fái ekki þá meðferð sem þær í reynd þurfa.
Eliza Mondegree skrifar m.a.:
,,Þegar sjúklingur er í meðhöndlun fyrir átröskun, segir sig trans gleyma meðferðaraðilar allt um sjálfsskaðahegðuninni og kynáttunarvandinn smitar. Allt í einu er það allt í lagi, að sjúklingurinn tali neikvætt um sig í hópmeðferð svo lengi sem hún segist hata brjóstin og mjaðmirnar, af því í reynd er hún ekki stúlka/kona. Henni eru boðin ,,bindi fyrir brjóstin og er jafnvel forgangur til að nýja auðkenni hennar verði viðurkennt.
Hér má lesa grein eftir Eliza um bókina. Tilvitnunin er úr greininni.
Hér skrifar Eliza um eigin átrsökunarvanda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2023 | 07:38
Vökulir foreldrar grunnskólabarns
og kennarinn rekinn, enda óviðeignadi hegðun með öllu. Skólabarn segir föður sínum hvað er í gangi í kennslunni og hann fór lengra með málið. Hér á landi þurfa foreldrar að vera vakandi yfir innrætingu í skólakerfinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2023 | 09:51
Margar stéttir eru útbrunnar um 65 ára
aldurinn og þurfa að komast á eftirlaun. Margir, ekki allir. Get ekki staðhæft það. Nóg að næstu tvö árin í 67 ára aldurinn, sé nánast skylda. Margir hafa möguleika á að hverfa frá starfi sínu 65 ára.
Þeir sem vinna við kennslu í grunnskólanum, kennarar í leikskóla og ófaglærðir, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og læknar hafa öllu jöfnu fengið nóg. Margar iðnaðarstéttir vinna erfiðisvinnu sem menn stunda frá unga aldri og þurfa á eftirlaun við 65 ára aldur. Þetta eru þær stéttir sem stjórnmálamenn horfa til að hækka lífeyrisaldurinn hjá til að anna eftirspurn í störf þeirra.
![]() |
Hækkun á eftirlaunaaldri möguleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2023 | 20:22
Djarfur að leggja fram
miðlunartillögu. Óþökk beggja samningsaðila. Ef hann leggur fram nær því sem SA vill er Eflingarfólk í vanda. Leggi hann fram tillögu sem er meira í anda Eflingar er SA í vanda. Nú verður fróðlegt að sjá hvort miðlunartillagan verði samþykkt af báðum aðilum.
Vissulega neyðarúrræði hjá Sáttasemjara.
![]() |
Eflingarfólk getur skoðað hvaða greiðslur það fær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2023 | 22:24
Góð greining á málþingi Kennarasambandsins
og ég leyfi mér að deila því hér. Arnar Sverrisson birti þetta á snjáldursíðu sinni. Má taka undir flest það sem hann segir, ef ekki allt. Arnar skrifar:
Hinseginuppeldi og hinseginborg. Reykjavíkurborg, Kennarasambandið og hatrið:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2023 | 17:05
Yrði högg í baráttu Eflingar
ef starfsfólk samþykkir ekki verkfall. Eiginlega það versta sem getur gerst.
Aldrei á einn sök þegar tveir deila. Mér finnst þú formaður Eflingar og framkvæmdastjóri SA benda hvort á annað. Kann ekki góðri lukku að stýra. Kalla eftir að verkalýðsforingjarnir sem hafa samið gefi út yfirlýsingum um að þeirra samningar verði ekki opnaðir ef Efling semur betur. Það væri fjöður í hattinn fyrir þá. Ein ástæða fyrir samningsleysi er sá þáttur.
![]() |
Vissu ekki að þau væru ein að kjósa um verkföll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2023 | 09:58
Á karl sem skilgreinir sig sem konu heima í fangelsi hjá konum
er stóra spurningin sem danska réttarkerfið glímir við í dag.
Danska réttarkerfið stendur fyrir miklum vanda. Karl (hét Mathias) skilgreinir sig sem konu, Kylie, situr í gæsluvarðhaldi sem ætlað er báðum kynjum. Kylie er ákærð fyrir morð ásamt fyrrveranda kærasta sínum. Rétt eins og hér hafa Danir leyft fólki að skrá sig hvort kynið það upplifir sig. Þau fá 14 ára dóm vegna drápsins og hafa verið í fangelsinu síðan í ágúst. Samkvæmt skráningunni ætti hún að vera í kvennafangelsi með sinn karlmannslíkama.
Vandi að velja, samkvæmt lagalegu kyni á hún að fara í kvennafangelsi. Samkvæmt upprunalegu kyni í karlafangelsi. Kylie er ekki komin lengra að kynskiptingunni.
Landsréttur mun í mars taka afstöðu hvort Kylie fer í kvenna- eða karlafangelsi, siðferðileg spurning nokkuð ljóst. Spurningin er að sýna tillit, en hverjum.
Leitað var til yfirvalda til að spyrja þá. Þeir vildu ekki tjá sig um einstaka mál en bentu á að menn fara í fangelsi eftir kennitölu- þar að segja hvort kynið þau fæddust, karl eða kona. Í þeim tilfellum þar sem skipt hefur verið um lagalegt kyn er farið yfir málið með sérstöku og einstaklingsbundnu mati.
Í málum þar sem transfólk er annars vegar í svona málum þar sem kynjaskipting er benda margir á rökin fyrir réttlætinu- en óska ekki eftir að ná hinu sama fram.
Rökin eru að taka tillit. Spurningin er bara, til hverra á að taka mest tillit.
Hér er hægt að lesa um málið á dönsku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)