Kominn tími til að rukka

fyrir þjónustuna, sérstaklega ferðaþjónustufyrirtækin sem selja ferðamönnum ferðir. Ljóst að Landsbjörg getur ekki rekið sig með þessu áframhaldi. Minna fjármagn og mun fleiri útköll, mannfrekari en áður. Ferðamenn og ferðþjónustufyrirtæki eiga þar stóran hlut. 

Nú þarf að mínu mati að setja upp gjaldskrá fyrir hjálpina. Ferðaþjónustuaðilar tala um að þeir tapi svo miklu þegar svæði eru lokuð. Hafa þessir ágætu aðilar sett verðmiða á hvað kostar að kalla út björgunarsveit. Væri það gert sést fljótt að þeir tapa engu á lokuðum svæðum, nema síður sé. 

Hvet Landsbjörg til að ræða málið á landsfundi sínum í maí og taka ákvörðun um gjaldtöku.


mbl.is Minni sala og ósátt við Umhverfisstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband