Hugsanlegar aukaverkanir af stophormónum/kynþroskaheftandi lyf

Undanfarna þrjá áratugi hefur verið algengt að börn með kynama séu meðhöndluð með kynþroskaheftandi lyfjum, stopphormónum, til að seinka kynþroskanum þannig að þau fái tíma til að finna út hvort þau vilja vera kvenmaður eða karlmaður. Um 98% af þeim fara síðan á krosshormóna (estrógen fyrir konur og testósterón fyrir karlmenn) og skipta þannig um kyn segir Kåre Fog líffræðingur.

Þeir sem tala fyrir þessari meðferð telja hana skaðlausa, örugga og án áhættu. Það hefur komið fram mikil gagnrýni frá læknum í Englandi og Svíþjóð á þessa stopphormónameðferð. Þeir benda aðallega á þrennt.

1) Í reynd seinkar stopphormona meðferð kynskiptaferlinu.

2) Vöxtur beina er ekki eðlilegur. Beinin vaxa ekki eins mikið og verða ekki eins þétt. Þegar krosshormón eru tekin taka beinin að hluta til við sér en ekki alveg. Þær rannsóknir sem eru til eru ekki fullkomnar. Það er mikil þörf fyrir frekari rannsóknir.

3) Neikvæð áhrif á þroska heilans. Þetta sér maður í dýratilraunum með því að gefa 17 ólíkum dýrategundum stopphormón, þar af tveimur tegundum af öpum. Þau sýna breytingar í hegðun í samanburði við samanburðardýr og hafa m.a. skert minni. Það finnast fáar rannsóknir á áhrif stopphormóna á heila barna. Þær fáu rannsóknir sem til eru sýna fram á að greind skerðist eða skert minni auk ákveðinna líffræðilegra breytinga á taugatenginum. Enginn af rannsóknunum eru nógu góðar til að álykta eitt né neitt. Mikil þörf á að rannsaka þetta betur.

Fram að þessu má segja að meðferð barna með stopphormóna sé tilraunastarfssemi og maður þekkir ekki afleiðingarnar til fulls (feitletrun er bloggara). Það er nákvæmlega aðal röksemdafærsla fyrir því að maður hættir meðferðinni í Englandi og Svíþjóð segir Kåre Fog að lokum.

Kåre Fog setur þrjár krækjur með í færslunni, hérhér og hér.

Bloggari þýddi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband