Álfur Birkir kærði ummæli snjáldurvinar

Í kæru Álfs Birkis til lögreglu fyrir hönd trans Samtakanna 78 eru ummæli danskrar snjáldurvinkonu kærð. Nokkuð sérstakt, vægt til orða tekið, að kæra orð danskrar konu í gegnum bloggara.

Álfur Birkir virðist ekki lesa færsluna í heild sinni en í lok hennar stendur ,,færslan er þýdd frá snjáldurvinukonu minn XXX“ og krækja fylgir með. Sem sagt lesendum gefið skýrt til kynna að orðin eru annars.

Færslan er svona, en Álfur Birkir kærir fyrirsögnina sem hatursorðræðu:

Áróðurinn að trans-kona sé kona er lygi

Hreyfingin heldur fram að ,,trans-konur séu konur” og hefur gert orðið kona að engu.

Það þykir mjög umdeilt að spyrja ,,Hvað er kona?" og það í fyrsta skipti í sögunni.

,,Þetta er hreyfing sem eyðileggur tilfinningu okkar fyrir raunveruleikanum, tungumálinu og getu til að segja sannleikann.” Þetta kemur fram í skrifunum hér.

,,Konur eru fullorðnar konur. Karlmenn eru fullorðnir mennskir karlmenn."

,,Stelpa sem hefur gaman af íþróttum, er með stutt hár og finnst gaman að leika sér á vörubílum, hún er samt stelpa."

,,Strákur getur klæðst bleiku og verið með sítt hár og leikið sér með dúkkur, hann er samt strákur.”

,,Láttu engan segja þér að þessi orð séu ,,hatursorðræða.”

,,Láttu engan segja þér að konur sem tala opinberlega um rétt sinn og raunverulegar hættur séu ofbeldisfullar eða stundi hatursglæpi.”

,,Við búum í lýðræðissamfélagi, frjálsu samfélagi. Við eigum rétt til málfrelsis. Við erum helmingur þjóðarinnar og munum ekki þurrkast út. Við munum ekki þegja þegar við vitum að við segjum sannleikann og að allt sem barist var fyrir glatist.”

Af hverju má einstaklingur ekki hafa orð á staðreyndum og vísindum?

Af hverju má einstaklingur ekki halda fram sannleikanum?

Af hverju móðgast Álfur Birkir út í staðreyndir og sannleik?

Af hverju þykir Álfi Birki það móðgun að konur séu konur, ekki karlar sem upplifa sig sem konu?

Af hverju er það Álfi Birki mikilvægara að tilfinning sé rétthærri líffræðinni?


Bloggfærslur 26. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband