Stjórnandi sem umber tjáningarfrelsi og skoðanir fólks

Á fundi sem bloggari sat fyrir nokkru kom spurning, ef þú væri stjórnandi hvaða kostir eru mikilvægastir í fari stjórnanda. Fyrir bloggara er svarið auðvelt. Stjórnandi sem virðir tjáningarfrelsi og ólíkar skoðanir er hæfur og góður stjórnandi. Þegar tjáningarfrelsi er virt skapast umræður um ólík málefni sem fær gagnrýna umræðu. Hjá stjórnanda sem hefur tjáningarfrelsið ekki í heiðri verður öll umræða einhliða.

Aðrir á fundinum töluðu um allt annað. Að mati bloggara skiptir það minna máli, því ríki ekki tjáningarfrelsi og virðing fyrir skoðunum annarra hverfur margt annað, á vinnustað, stjórn- og í félagsmálum.

Allt okkar samfélag byggist á lýðræðislegum skoðunum og málfrelsi. Það ætti ekki að skerða á nokkurn hátt. Sá sem tjáir sig ber ábyrgð á orðum sínum, sögðum og rituðum.

Geir Ágústson skrifaði grein sem birtist á Krossgötum og lesa má hér. í greininni stendur: ,, Málfrelsi með litlu emmi er raunverulegt umburðarlyndi fyrir tjáningu annarra, hvort sem menn fylgjast með henni eða ekki. Menn geta verið ósammála eða ekki, sannað með óyggjandi hætti að einhver sé að ljúga eða hlaðinn fordómum og hatri og þar fram eftir götunum. En við viljum ekki þvinga með valdi neinn til að þegja og hvað þá svipta frelsinu fyrir að tjá sig. Sumir telja jafnvel að málefnalegt aðhald sé ekki mögulegt nema tjáning sé algjörlega frjáls – að öðrum kosti myndast bara bergmálshellar sem fá enga viðspyrnu.“

Gordon bendir á að mörgum stjórnendum finnst flókið og óþægilegt að leysa ágreining. Hann getur valdið þeim áhyggjum, kvíða reiði eða gremju gagnvart því fólki sem hann er ósammála. Sumir stjórnendur líta á ágreining sem merki um vanhæfni sína eða yfirvofandi ósigur. Þetta er ekki óalgeng viðbrögð og eiga ræður að rekja til bakgrunns einstaklinga, Habitus þeirra. Að þessu sögðu er góð vísa aldrei of oft kveðin, tjáningarfrelsið ber að vernda.

Brynjar Níelsson skrifaði, og á einkar vel við þessa umræðu. ,, Þeir sem hæst tala um mannréttindi eru iðulega mjög uppteknir af tjáningarfrelsinu. Þegar betur er að gáð hafa þeir engan áhuga á tjáningarfrelsi nema tjáningin samræmist þeirra eigin skoðun. Annars er hún skaðleg samfélaginu eða bitnar á einhverjum einstaklingum eða hópum. Þá eru aðrir hagsmunir settir ofar tjáningarfrelsinu. Það var aldrei hugsunin með tjáningarfrelsinu.“

Heiða Björg Guðjónsdóttir grunnskólakennara hugnast ekki málfrelsi fyrir aðra. Í kjölfar greinar þar sem spurt var hvort námefni trans Samtakanna 78 brjóti gegn barnalögum og barnasáttmálanum ákvað hún að fara í manninn ekki málefnið.

Heiða Björg, grunnskólakennari, nýtir tjáningarfrelsið, það mátti sjá þegar hún tjáði sig um blaðgreinina. Heiða Björg ber ábyrgð á orðum sínum. Hún fellur inn í hóp þeirra sem vilja beita útilokunar menningu. Tískan var fyrir slíku í samfélaginu fyrir nokkru og ber vott um lágan siðferðisþröskuld. Vonandi er það á undanhaldi. Heiða Björg vildi láta þvinga kennara úr starfi, svipta hann lífsviðurværi sínu og málfrelsinu, jafnvel þó það gæti kostað bæjarfélagið bótaskyldu. Menn hafa vonandi náð áttum og skilja betur út á hvað málfrelsi gengur. 

Í þessu skjáskoti svarar Heiða Björg vini sínum á snjáldursíðu. Smellið á ummælin og lesið.

heiða nota 1


Bloggfærslur 6. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband